Saga - 2003, Page 15
SAGNFRÆÐI OG SAMTÍÐARMÁL
13
að skrifa um önnur lönd, líka utan Evrópu. Þetta tengist sjálfsagt al-
þjóðavæðingunni. Annar straumur er sá sem sveigt hefur félags-
söguna í átt til menningarsögu í víðum skilningi. Að hluta til birtist
þetta í vali viðfangsefna: efni sem varða merkingu, vitund, viðhorf
og gildi hafa færst í forgrunn, en auk þess stafar þetta af nýjum
þekkingarfræðilegum áherslum á mál og menningu. Þó má ekki
gera of mikið úr þessari breytingu, það sést t.d. ef litið er á þær
M.A.-ritgerðir (hovedopgaver) og byggðarsögur sem hafa verið
samdar að undanfömu. Eins má benda á að einn fremsti sagnfræð-
ingurinn af yngri kynslóðinni, Erling Sandmo, sem gefur sig út fyr-
ir að vera eindreginn póstmódernisti, fæst nú við að semja sögu
Hæstaréttar Noregs; stofnanaþunginn veldur því að hann á bágt
með að fylgja stefnunni sem skyldi. I þriðja lagi er þróunin sú að
viðfangsefnum hefur fjölgað án afláts vegna þess að sagnfræðistúd-
entum fjölgar, sem og atvinnusagnfræðingum, hvort sem þeir
starfa nú í háskólum, á skjalasöfnum, á öðmm söfnum eða á eigin
vegum.
— Heldur byggðarsagati áfram sinni sterku stöðu?
Það em engin merki um að áhuginn á henni fari dvínandi. Hér ræð-
ir jafnframt um sögu fyrirtækja, samtaka, ríkisstofnana og svo um
sérstaka grein „pöntunarsagnfræði" sem „sannleiksleitandi"
nefndir standa á bak við með rannsóknum á valdbeitingu sem ýms-
ir hópar hafa sætt — sígaunar eða flakkarar, fólk sem var látið
gangast undir ófrjósemisaðgerðir fyrr á öldinni sem leið eða böm
sem þýskir hermenn eignuðust með norskum konum á stríðsámn-
um. Hér hafa ekki síst sagnfræðingar komið til skjalanna.
■— Að lokum langar mig til að spyrja þig út ísíðasta rannsóknarverkefn-
ið, „Fólksflutningar til Noregs", sem þú tekur þátt í ásamt fleirum. Má
hafa þetta efnisval til marks um áhrif hnattvæðingarinnar á sagnfræði-
rannsóknir?
Já, það tel ég víst; valið á þessu verkefni hefur augljósa skírskotun
til samtímans. Við fómm ekki dult með þá skoðun okkar að innsýn
sagnfræðinga í þetta efni hefði samfélagslega þýðingu. í fyrsta lagi
er um það að ræða að sýna fram á að Noregur hefur verið innflytj-
endaland á fyrri skeiðum sögunnar og við höfum langa reynslu af
innflytjendum. Því fer svo fjarri að þar hafi alltaf búið fólk sem