Saga - 2003, Page 19
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
17
Ijósmynda frá sýningum sem sýndu ólíkar aðferðir og miðlunar-
leiðir. Þá var þýðingarmikið að reyna að læra af því sem vel var gert
annars staðar í framsetningu og miðlun efnis og því sem miður
kynni að hafa farið. Ég fór því í safna- og sýningaferð um Island í
ágúst 2002 og skoðaði fjölmargar sýningar. Á næstu mánuðum fór
ég á ýmsa staði í nánd við Reykjavík og jafnframt til ísafjarðar og
skoðaði söfn og sýningar.4 Auk þess fór ég með nemendahópnum
a valdar sýningar í höfuðborginni.
Þótt námskeiðinu lyki formlega vorið 2003 hélt ég áfram að
skoða söfn og sýningar í þeim tilgangi að safna efni til framtíðar
með svipaða kennslu í huga. Síðustu sýninguna áður en þessi grein
fór í prentvinnslu skoðaði ég í ágúst 2003. Þannig var hðið rétt ár
frá því að markviss undirbúningur sögusýninganámskeiðsins
hófst. Fjölmörg söfn, setur og sýningar voru heimsótt á tímabilinu
(sjá töflu 1), en þó er sýningalistinn engan veginn tæmdur.5
Sá sem ætlar um landið gagngert til að skoða sögusýningar og
söfn uppgötvar fljótlega að það er úr miklu að moða. Á veraldar-
vefnum má fá gott yfirlit um þessa starf semi en bæði er þar að finna
yfirlitsefni og heimasíður einstakra staða.6 Eitt ítarlegasta yfirhtið
er þó í fylgiskjali Sigríðar Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns
Skagfirðinga, með skýrslunni Safnastefna á svidi þjóðminjavörslu fyr-
ir árin 2003-2008. Þar eru, fyrir utan Þjóðminjasafn og deildir þess,
talin 25 byggðasöfn, misstór og með misjafnlega mikla starfsemi.
Sérsöfn og einkasöfn, samkvæmt skilgreiningu Sigríðar, eru nærri
40 og síðan má bæta við liðlega hálfum öðrum tug menningarstofn-
aira sem tengjast minjavörslunni með sögusýningum af einu eða
öðru tagi; alls um 80 söfn og staðir sem bjóða upp á sýningar.7 Er
4 I ágústferðinni 2002 var með í för Jóhann Jónsson, bílasmiður og áhugamaður
uru sýningar. Hann fór einnig með mér á ýmsar aðrar sýningar.
5 Sleppa þurfti úr stöðum sem féllu illa að skipulagi hringferðarinnar, sem dæmi
naá nefna Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra og Byggðasafn Vestmannaeyja.
Jafnframt var sleppt sýningum sem aðeins var ætlað að standa í skamman
tíma, t.d. Reykjavík í hers höndum sem var sett upp í Grófarhúsi í Reykjavík. Þá
ber að geta þess að Þjóðminjasafn íslands var lokað á tímabilinu vegna við-
gerða.
6 Sbr. Menningarnel íslands. Minjasöfn — Byggðasöfn. Vefslóð: http://www.
menning.is/byggdasofn.html. — Safnahandbókin. Vefslóð: http://www.icom.is.
— Sjá heimasíður safna, setra og sýninga í heimildaskrá.
7 Sigríður Sigurðardóttir, „Samantekt um íslensk minjasöfn", bls. 34-43.