Saga - 2003, Page 22
20
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
söfnum og skyldurnar sem á þau eru lagðar.13 Jafnframt starfar
svokallaður safnasjóður sem söfn geta sótt fjárstuðning til ef þau
uppfylla tiltekin skilyrði,14 skilyrði sem ýmsir safnamenn leggja
þunga áherslu á en þeir hafna tvöföldu styrkjakerfi þar sem Al-
þingi fer framhjá safnasjóðnum með því að veita einstökum aðil-
um sérstyrki.15 En þrátt fyrir opinberan stuðning, reglubundnar
fjárveitingar og a.m.k. lágmarksmannskap gerir fjárskortur þó
mörgum söfnum og setrum erfitt um vik og setur svip á starfsemi
þeirra.
Líklega gerir venjulegur gestur sér takmarkaða grein fyrir því
hver munurinn er á söfnum, setrum og sýningum eða hvort stað-
irnir sem hann heimsækir eru á vegum opinberra aðila eða einka-
aðila eða hvaða lögbundnu skyldum þeir þurfa að sinna. Vafalaust
skiptir það gestinn líka htlu máh. Og varla er sýningargestur að spá
í það hvort safn eigi við fjárhagsvanda að stríða, mannfæð, ónógt
geymslurými eða annað það sem getur sett starfseminni skorður.
Varla er heldur hægt að ætlast til þess. Viðbúið er að venjulegur
gestur komi yfirleitt inn á safn eða sögusýningu til að skoða áhuga-
vert efni, fræðast um tiltekna þætti úr fortíðinni eða skynja og upp-
lifa fyrri tíð. I þeim efnum eru sögusýningar hérlendis misjafnlega
úr garði gerðar.
Tvennur í miðlun
Aðalatriðið við þann undirbúning sögusýninganámskeiðsins sem
fólst í ferðum á söfn, setur og sýxúngar var í mínum huga framsetn-
ing efnis og miðlun á sýningum en ekki starfsemi safna eða setra að
öðru leyti. Eg hafði nokkur grunnatriði í huga þegar ég fór í skoð-
unarferðimar og fjalla hér um nokkra helstu efnisþætti. Þeim skipti
13 Stjómarttöindi 2001, A, bls. 235-238. (Safnalög.) — Stjómartíðindi 2001, A, bls.
238-244. (Þjóðminjalög.) — Heiti geta verið ruglandi. Þannig er sögusýning í
Perlunni í Reykjavík, þar sem eingöngu er að finna leikmyndir, kölluð Sögu-
safnið. Þá er Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri að langstærstum hluta
byggt upp á eftirtökum af myndum.
14 Sjá skilyrðin: Stjórnarttöindi 2001, A, 237. (Þjóðminjalög.) — Meirihluti þeirra
safna og setra sem hér er fjallað um fékk styrk úr safnasjóði árin 2002 og 2003.
Sjá: Safnardð. Vefslóð: http://www.safnarad.is/styrkveitingar.htm.
15 Sbr.: Morgutiblaðið 27. des. 2002, bls. 20-21. („Tvöfalt styrkjakerfi viðgengst.")