Saga - 2003, Page 23
MTÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
21
ég í eins konar „tvennur" þótt vitaskuld þurfi þær ekki alltaf að
vera andstæður og oft fléttast efni þeirra saman á sýningum eða
birtist sem ýmis millistig, auk þess sem sumar tvennurnar eru ná-
skyldar:
Hönnun — „Opin geymsla".
Þemaskipting — Tímaskipting.
Fom tími — Nýr tími.
Tilfinningaleg upplifun — Vitsmunaleg upplifun.
Mikill texti — Lítill texti.
Fábreytt miðlun — Fjölþætt miðlun.
Auðvitað getur fjölmargt falist í þessum tvennum og ég mun aðeins
drepa á fáein atriði eins og málið blasir við mér sem sagnfræði-
kennara og áhugamanni um miðlun sögu á sýningum. Að þessu
leyti var ég sennilega ekki eins og dæmigerður ferðamaður heldur
skoðaði sýningar í ákveðnum tilgangi með gagnrýnum augum. Ég
er ekki „safnamaður" og hef aldrei starfað á safni en hef hins vegar
komið að gerð nokkurra sýninga. Því er ástæða til að ítreka að
áherslan hjá mér var fyrst og fremst á framsetningarmátann, þ.e. á
aðferðir við miðlun hins sögulega efnis.
Ýmsar og ólíkar leiðir er unnt að fara þegar sett er upp sýning,
t.d. er hægt að vinna út frá kerfisbundinni flokkun, frásögn, upplif-
un, endurgerð, uppgötvun, greiningu, samhengi eða flétta saman
mismunandi aðferðum. Hver og einn sem áformar að setja upp
sýningu þarf að gera upp við sig hvaða leið hann velur í samhengi
við það viðfangsefni sem um er að tefla.16 Eðlilega fara þær áhersl-
ur og þau viðmið sem ég geng út frá í þessari grein og viðhorf
safna- og sýningafólks ekki alltaf saman. Þannig komst Jón Jónsson,
einn af aðstandendum sýningarinnar Sauðfé í sögu pjóðar í Sauðfjár-
setrinu á Ströndum, svo að orði í vefdagbók sinni að lokinni heim-
sókn minni til hans: „við Eggert erum ekki sammála um hóflegt
textamagn á sýningum sem ég vil að sé nokkru meira en hann. Egg-
ert er töluvert meira fyrir upplifun og leikmyndir. Mér finnst upp-
lifunin bara yfirleitt vera misheppnuð og það er miklu verra en
þegar menn átta sig á því og hafa sýningarnar mynda- og muna-
sýningar."17 Vissulega má til sanns vegar færa að ég sé hallur und-
16 Sjá t.d.: Strandgaard, Ole, „Danmarkshistorier, 1660-2000", bls. 4. —
Ambrose, Timothy og Crispin Paine, Grunnatriði safnastarfs, bls. 102-103.
17 Jón Jónsson, þjóðfræðingur og framkvæmdastjóri Sögusmiðjunnar. Vefslóð:
http://www.dvergamir7.blogspot.com (17. júlí 2003).