Saga - 2003, Page 24
22
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
ir tilfinningalega upplifun og fjölþætta miðlun á sýningum þar sem
vitsmunaleg upplifun er í öndvegi. Og texta vil ég stilla mjög í hóf
enda tel ég ofurmagn texta á sögusýningum geta dregið úr áhrifa-
mætti þeirra. Þá er ég talsmaður sérhannaðra sýninga og þess að
sögu 20. aldar séu gerð markvissari skil á sýningum safna en til
þessa hefur verið. Þessar áherslur speglast vafalaust í þessari grein
en í henni verður þó sjaldnast kafað djúpt og oft aðeins tæpt á ein-
kennum einstakra sýninga. Þar sem skoðunarferðirnar teygðu sig
yfir heilt ár er líklegt að einhverjar sýningar hafi breyst á tímabilinu.
Hönnun — „Opin geymsla"
Hönnunin er eitt af því sem virðist ráða talsverðu um útlit sýninga
og það hvernig gestinum tekst að fóta sig þar. Hún getur jafnvel
skipt sköpum um það hvernig honum líður og hvernig hann skynj-
ar efnið. Hún getur kveikt áhuga, haldið gestinum við efnið, dreg-
ið hann áfram. Hönnunin tengist þeim markmiðum sem lagt er upp
með, þeirri grunnhugmynd sem liggur á bak við sýninguna — sjálfu
„konseptinu" og þeirri heildarstefnumörkun sem mikil vinna hefur
oftast verið lögð í.18 Vanhugsuð uppbygging í sýningarrými getur
fælt gestinn frá eða a.m.k. spillt ánægju hans af að skoða sýningu.
Hann veit ekki hvernig á að bera sig að, eða hvers vegna fjórar tré-
ausur standa hlið við hlið, fimm kaffikönnur, sex sykurtangir, sjö
skíði, átta kaffikvarnir, níu fiskikrókar, tíu símar, ellefu ljóslugtir,
tólf önglar, þrettán sleifar, fjórtán útvörp, fimmtán heflar ... 21 rúm-
fjöl. Allt eru þetta raunveruleg dæmi. Hverju eru sýningargestir
bættari með þessu ofhlæði? Reyndar fær gestur á slíkri sýningu það
stundum á tilfinninguna að sýningarsvæðið sjálft sé notað sem
geymsla viðkomandi safns, sé í raun sjming sem er eins og „opin
geymsla". Taka má undir með Stefáni Pálssyni, forstöðumanni
Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur, sem segir það ekki endilega
vera blessun að eiga marga fallega gripi því að það bjóði „heim
þeirri freistingu að ætla sér að sýna of mikið. Ef of mörgum gripum
er hrúgað saman í litlu rými er hætt við að gestina sundli og upp-
lifunin minni helst á heimsókn í antíkverslun og fombókabúð þar
sem kúnnarnir þurfa að skáskjóta sér milli hauganna. Þá er betur
18 Iðulega eru sýningar sem byggjast á mikilli hönnun nokkur ár í undirbúningi.