Saga - 2003, Page 27
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
25
sýningarkjarninn er hafður til sýnis með svipuðum hætti og áður
tíðkaðist.27
Yfirþyrmandi framboð á sams konar eða svipuðum munum á
sýningu getur að vísu tengst smæð viðkomandi staðar — gefend-
um sem firtast við eða finnst undarlegt að gripimir „þeirra" séu
ekki til sýnis. Þar getur nálægðin einfaldlega skapað vanda og
hamlað breytingum en þetta er vandi sem safnafólk hlýtur að þurfa
að taka á. Stundum þarf einfaldlega að tæma sýningarrými og byrja
á nýjan leik frá grunni — hefja eins konar endurreisnarstarf. I
Minjasafninu á Akureyri var það gert undir lok tíunda áratugar 20.
aldar með prýðilegum árangri eftir að gagngerar endurbætur
höfðu farið fram á húsinu. Og á Akureyri var farin athyglisverð leið
árið 2002 til þess að koma til móts við gefendur. Sett var upp sýn-
ingin Það sem mér var gefið í afmörkuðu rými þar sem fjölmargir
munir voru til sýnis og á veggjum skráð nöfn allra sem höfðu gefið
gripi á safnið og þeim raðað eftir árum. Þar með var gefendum og
gjöfum þeirra sýnd sú athygli og virðing sem þeir höfðu sennilega
vænst. í Byggðasafni Snæfelhnga og Hnappdæla í Norska húsinu í
Stykkishólmi var farin önnur áhugaverð leið. Háaloftið var einfald-
lega notað sem geymsluloft og opið gestum sem slíkt. Þar með
fengu þeir innsýn í geymslu, sem er vissulega ákveðin tegimd sýn-
mgar þegar markvisst er unnið með geymsluhugmyndina.
Víða er kvartað yfir plássleysi.28 „Opnu geymslurnar" hafa ekki
aðeins áhrif á útht sýninga, stemmningu og þau hughrif sem þar
27 Dæmi um þetta eru sýningar í Byggðasafni Gerðahrepps á Garðskaga í Garði,
Byggðasafni Dalvíkur, í sýningarskála Byggðasafns Rangæinga og Vestur-
Skaftfellinga í Skógum, Byggðasafni Dalamanna að Laugum í Sælingsdal,
Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti (eldri hlutanum), Byggðasafni Hún-
vetninga og Strandamanna á Reykjum, Byggðasafni Norður-Þingeyinga,
Snartarstöðum við Kópasker, Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði,
Minjasafni Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki, Minjasafni Emils Asgeirs-
sonar í Gröf á Flúðum og Minjasafninu á Mánárbakka á Tjömesi. — Að vísu
er varla hægt að gera sömu kröfur til tveggja síðasttöldu safnanna og hinna
þar sem áhugamenn með takmarkað fjármagn og að því er virðist að mestu
án opinbers stuðnings em að verki.
28 Sbr. Morgunblaðið 25. maí 1997, bls. 8B-9B. („Tímamót í Árbæjarsafni.") —
Morgunblaðið 17. des. 2000, bls. 8B. („Best geymda leyndarmálið.") — Morgun-
blaðið 27. sept. 2001, bls. 18. („Safna munum fyrir sjóminjasýningu.") —Morg-
unblaðið 14. júlí 2002, bls. 8. („Söfn em byggðum mikilvæg.") — Morgunblaðið
12. júní 2003, bls. 18. („Plássleysið orðið bagalegt.")