Saga - 2003, Page 30
28
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
ing sé í óskiptu rými.37 Algengast er að notað sé einhvers konar
básafyrirkomulag til að ramma einstök þemu inn. Stundum skilja
mjóar plötur þemun að, oftar eru veggirnir þó breiðari þannig að úr
verður vel afmarkað rými.38 A einstaka stað eru þó básarnir nær
því að vera „stofur" og bera nöfn í samræmi við það.39 Jafnframt
eru einstök herbergi húsa nýtt undir tiltekið þema.40 Víða er einmitt
að finna herbergi, „stofur" eða óvenju stóra bása sem hafa að
geyma samstæða gripi, oftast úr eigu tiltekinna einstaklinga. Þá er
stundum reynt að halda í upprunalega skipan í „stofunni" en með
persónubundinni afmörkun af þessu tagi tekst að vekja áhrifameiri
hughrif og tilfinningu fyrir hinu liðna en ef gripum og munum
væri aðeins stillt upp samhengislaust.41
Aðeins tvær sýninganna sem hér er unnið með eru með grunn-
skiptingu eftir tíma, í Saltfisksetri Islands í Grindavík og á sýning-
unni Saga Reykjavíkur — frá býli til borgar í Árbæjarsafni. Á þeirri
fyrri er notuð svæðaskipting en á hinni síðartöldu er tiltekið tíma-
skeið tekið fyrir í einstökum herbergjum hússins sem kennt er við
37 Þetta finnst þó, t.a.m. í Byggðasafni Reykjanesbæjar í Duus-húsi. Þar eru hins
vegar að stærstum hluta skipalíkön til sýnis og eru glerskápar utan um þau
öll en með myndum og texta á veggjum er leitast við að gefa innsýn í líf og
starf sjómanna.
38 Fyrri leiðin er t.d. farin í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka og neðri hæðinni á Sjó-
minjasafni Austurlands á Eskifirði. Síðari leiðin t.d. á annarri hæð í Síld-
arminjasafninu á Siglufirði, í Byggðasafni Hafnarfjarðar, á efri hæðinni í Sjó-
minjasafni Austurlands, í Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, Byggðasafni
Austur-Skaftafellssýslu í Gömlubúð á Höfn í Homafirði, Pakkhúsinu í Ólafs-
vfk, Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur og á sýningunni Á Njáluslóð í Sögu-
setrinu á Hvolsvelli.
39 T.d. á sýningunni Á Njdluslóð í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
40 T.d. í Byggðasafni Ámesinga í Húsinu á Eyrarbakka og Fjarskiptasafni Sím-
ans.
41 Sem dæmi má nefna Guttormsstofu og stóran bás með munum tengdum
bræðmnum frá Giljum á Jökuldal í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum,
Lizziear-, kaupfélags- og sýslumannsstofur í Byggðasafni Suður-Þingeyinga
á Húsavik, skrifstofur kaupfélagsstjóra í Kaupfélagssafninu á Hvolsvelli, her-
bergi Jóhanns Péturssonar (Jóhanns risa) og stofu Kristjáns Eldjáms forseta í
Byggðasafni Dalvikur, Eysteinsstofu Jónssonar og vinnustofu Ríkarðs Jóns-
sonar £ Minjasafninu £ Löngubúð á Djúpavogi, ljósmyndastofuna í Tækni-
minjasafni Austurlands á Seyðisfirði og Iðunnarapótek £ Lyfjafræðisafninu á
Sel'.jarnamesi.