Saga - 2003, Side 32
30
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
sinna eigin átthaga í sveitinni, til þess tíma þegar hann var á sama
aldri og þau. Hann sagði nemendunum frá fjósbaðstofunni, sem
var bæði svefn- og vinnupláss heimilisfólksins, og hvernig krakk-
arnir sátu þar við á löngum og dimmum vetrarkvöldum, hlýddu
á sögur og sagnir við rokkhljóð vinnukvenna, baul kálfa og kúa
og veðurgný á þekju og þröngum glugga. Hann lýsti fyrir þessum
ungu íbúum höfuðborgarinnar beljandi straumvötnum, óbrúuð-
um og illfærum, dró upp myndir af bóndanum við sláttinn með
orf og ljá, sjómanni við árar eða segl á litlum báti. Hann sagði
þeim ennfremur frá litla skólanum sínum þar sem öll börn sveit-
arinnar á aldrinum 10-13 ára nutu uppfræðslu saman í einum
bekk. Helgi heillaðist sjálfur af bernskuminningum sínum, hafði
gleymt stund og stað „enda var áheyrendahópurinn stilltur og
hljóður, uns einn vaskur snáði ... rétti upp hendina og sagði með
hægð, en allákveðið: „Skólastjóri, á hvaða öld var þetta?""44 Ekki
er annað að sjá en ýmis söfn á íslandi eigi við svipaðan vanda að
etja í upphafi 21. aldar og skólastjórinn árið 1968. Bernskuheimur-
inn sem hann hafði verið að lýsa var orðinn svo fjarlægur þeim
heimi sem borgarbörnin lifðu og hrærðust í, líkt og sveitasamfé-
lagið er í órafjarlægð frá þéttbýlisþjóðfélagi ofanverðrar 20. aldar.
Breyttir þjóðlífshættir hafa rækilega skilið að samfélagsgerðir.
Slíkt hlýtur að kalla á annars konar skýringar og framsetningu á
sýningum.
„Mörg byggðasöfn voru stofnuð á 20. öld, aðallega til þess að
varðveita bændamenninguna", sagði þjóðminjavörður árið
2002.45 A byggðasöfnunum virðist enn lögð nokkuð rík áhersla á
sveitasamfélagið og eldri hætti í sambandi við sjómennsku og
fiskvinnslu. Hér kunna sögulegar ástæður að skipta máli. Skrið-
ur komst víða á minjasöfnun þegar hraði þjóðlífsbreytinganna
var orðinn mikill um og eftir síðari heimsstyrjöld. Margir óttuð-
ust að eins konar rof væri að verða í íslenskri menningu og því
væri nauðsynlegt að „bjarga" gamla samfélaginu frá glötun. Sú
menning sem fólk þekkti og „hafði drukkið í sig með móður-
mjólkinni virtist í hættu og tengslin við fortíðina að bresta.
Vernda þurfti hina þjóðlegu menningu sveitanna ..."46 Tugir átt-
44 Helgi Þorláksson, „Skólinn í hinu órólega samfélagi", bls. 177.
45 Morgunblaðið 14. júlí 2002, bls. 8. („Söfn eru byggðum mikilvæg.")
46 Eggert Þór Bemharðsson, „Römm er sú taug", bls. 41.