Saga - 2003, Page 33
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
31
hagafélaga í Reykjavík um miðja 20. öld eru dæmi um annars
konar viðbrögð við þjóðlífsbreytingunum. Á tímum mikilla
breytinga í lífi þjóðarinnar var talin þörf á að varðveita hið liðna
og mynda tengsl milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, sem vökul
og starfandi átthagafélög áttu að geta skapað, því að „rótarslitinn
visnar vísir". Sum félögin studdu raunar við stofnun safna og
söfnun gamalla muna.47 Oft voru það áhugasamir einstaklingar
sem lögðu mikilvægan grunn að mörgum söfnum og án þessara
upphafsmanna hefðu sennilega ófáir gripir glatast. Vissulega
eiga þessir brautryðjendur miklar þakkir skyldar og síst skal van-
uieta þeirra starf.48
Arfur þessa tíma speglast á byggðasöfnunum, a.m.k. nær sú
saga sem þar er til sýnis yfirleitt ekki lengra en fram undir seinna
stríð og tíminn eftir 1920 er þá oftast mjög yfirborðskenndur eða í
brotum. Vart hefur verið dregið mikið úr þessari áherslu með því
ákvæði þjóðminjalaga að hverju byggðasafni beri „að leggja áherslu
a söfnun og sýningu muna sem telja má einkennandi eða hafa sögu-
legt gildi fyrir hlutaðeigandi byggðarlag eða landsfjórðung."49
Þetta tengist líklega einnig því viðhorfi sem kemur fram í fyrr-
nefndri safnastefnuskýrslu á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin
2003-2008 þar sem segir að „starfshættir og mannlíf síðustu ára-
biga" sé „fremur einsleitt."50 Þar kemur einnig fram „að söfnun og
varðveisla samtímaminja, síðustu 20-30 ára" hafi verið í lág-
marki.51 Safnafólk stendur karmski enn í svipuðum björgunarað-
gerðum og tíðkuðust fyrir fáeinum áratugum, þ.e. að reyna að ná í
skottið á þeim sem gátu frætt um notkun hluta og vinnubrögð um
það leyti sem sveitasamfélagið var að líða undir lok, eða að bjarga
gripum frá þeim tíma frá glötun.52 Gott og vel, en á meðan virðast
47 T.d. Stokkseyringafélagið, Eyrbekkingafélagið, Húnvetningafélagið, Árnes-
ingafélagið, Skaftfellingafélagið og Reykvíkingafélagið.
48 Sennilega er Þórður Tómasson þekktastur þessara frumherja en hann hefur
byggt upp safnið í Skógum.
49 Stjórnartíðindi 2001, A, bls. 239. (Þjóðminjalög.)
50 Safnastefna á sviði pjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008, bls. 15.
51 Safnastefna á sviði pjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008, bls. 18.
52 Þessi björgunartilhneiging kemur vel fram í eftirfarandi viðtali: ,,„...hið dag-
lega líf, hvunndagssagan, sem við leitum fyrst og fremst eftir." Rætt við Áma
Bjömsson þjóðháttafræðing", bls. 67-75. — Sjá einnig: Gerður Róbertsdóttir,
„Frá býli til borgar", bls. 83.