Saga - 2003, Page 34
32
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
mikilvæg tímabil vanrækt og munir og minjar frá síðari hluta 20.
aldar „fara á haugana".53
Áherslan á eldri tíð vekur upp spurningar um þær forsendur
sem safn eða setur styðst við þegar það nálgast gestinn með sýn-
ingu sinni. Hvernig á t.d. að koma sveitasamfélaginu til skila við
ungt fólk í upphafi 21. aldar sem hefur aldrei verið í sveit eða
þekkir lítið til búskaparhátta í bændasamfélaginu? Er þá nóg að
stilla upp gripum eða hengja þá á veggi með stuttum skýringar-
texta eða jafnvel bara heiti og nafni gefanda? Er ekki hætt við að
tengslin milli sýningar og gests geti slitnað? Og að söfnin missi
tengslin við almenna gesti ef ekki er reynt að nálgast þá á annan
og nútímalegri hátt? Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri sýninga-
og fræðsludeildar Minjasafns Reykjavíkur, komst svo að orði í
viðtali snemmsumars 2003: „„Það getur stundum verið erfitt að
vekja áhuga unglinga á fortíðinni því þeim finnst gamla bænda-
samfélagið dálítið „lummó" og það höfðar ekki til þeirra"."54 En
er það kannski framsetningin á sýningunum sem er „lummó"?
Það er vissulega mjög verðugt verkefni að reyna að „sýna sveita-
samfélagið" og víða er safnkennsla orðin gildur liður í starfsem-
inni, sem er af hinu góða. Þar er áherslan einkum á börn, ung-
menni og skipulagða hópa. En hvað með hinn almenna gest sem
„dettur inn"? Hvernig er hægt að nálgast hann betur? Og hvernig
er með góðu móti hægt að kynna útlendingum íslenska sveita-
samfélagið? Þarf safnafólk ekki að nota nýjar miðlunaraðferðir
við framsetningu á sveitasamfélaginu á sýningum vegna breyttra
aðstæðna?
Gömlu bæirnir í Laufási, Glaumbæ, á Bustarfelli og Grenjaðar-
stað spegla vel sveitalífið. Ýmis örmur söfn leggja einnig áherslu á
sveitina, sem kemur auðvitað ekki á óvart, enda mörg þeirra bund-
53 Þegar starfsfólk á Minjasafninu á Akureyri hóf undirbúning sýningar sem átti
að ná frá 1562 til 2000 var því vandi á höndum vegna þess að flestir munir
safnsins eru frá tímabilinu 1860-1960, sjá: Hanna Rósa Sveinsdóttir, „Frá vett-
lingum til vísakorta", bls. 97, 99. — Þá var reynsla þeirra nemenda sem unnu
að sýningunni Dagur í lífi Reykvíkinga — sjötti áratugurinn sú að ekkert
áhlaupaverk reyndist að finna aðeins tæplega hálfrar aldar gamla hversdags-
hluti.
54 Morgunbladið 20. júní 2003, bls. 4C. (Sveinn Guðjónsson, „Þorskastríð, rokk og
reimaður bolti. Fortíðarþrá í Árbæjarsafni.")