Saga - 2003, Page 35
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
33
in sveitinni og búskaparmenningu fyrri tíðar sterkum böndum.55
Sjóminjar voru þó áberandi sums staðar og fáein byggðasöfn virt-
ust nánast eingöngu einbeita sér að sjóminjum á sýningum árið
2002.56 Söfn á nokkrum stærri þéttbýlisstöðum hafa lagt meiri áherslu
á fjölbreytni kaupstaðarlífsins. Raunar var það mikill léttir fyrir
ferðalang í safnaferð að koma á Minjasafnið á Akureyri, eftir nærri
þúsund kílómetra akstur og margar sýuingar sem taka til „gamla
samfélagsins", og sjá þar sýninguna Akureyri — bærinn við Pollinn
sem fjallar um þætti úr sögu Akureyrar frá 16. öld til ársins 2000
þótt mikil áhersla sé þar reyndar á tímann í kringum aldamótin
1900 og fyrstu áratugi 20. aldar.57 í Byggðasafni Hafnarfjarðar var
svipuð áhersla sem og í Byggðasafni Akraness og nærsveita á Akra-
nesi. Þá greinir Minjasafn Reykjavíkur — Árbæjarsafn sig nokkuð
frá öðrum söfnum þótt síðari hluta 20. aldar séu gerð fremur lítil
skil í samanburði við fyrri tíð á aðalsýningu safnsins Saga Reykjavík-
ur—frá býli til borgar. Árbæjarsafn hefur þó reynt að sinna nýrri tíð
weð sérsýningum.58 Einstök byggðasöfn eru þannig að reyna að
fikra sig í áttina að tímanum eftir 1940 þótt markmiðið sé sjaldnast
að draga upp heilsteypta mynd af þeim tíma, frekar eins konar
sneiðmyndir af vissum efnissviðum, en ekki er alltaf ljóst hvað ræð-
ur ferð.
55 Hér má t.d. nefna Minjasafn Emils Ásgeirssonar í Gröf á Flúðum, Minjasafn
Aðalbjargar Egilsdóttur í Geysisstofu, Byggðasafn Rangæinga og Vestur-
Skaftfellinga í Skógum, Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu í Gömlubúð á
Höfn í Homafirði (einkum neðri hæðin), Minjasafn Austurlands á Egilsstöð-
um (hluti aðalsalar), Byggðasafn Norður-Þingeyinga, Snartarstöðum við
Kópasker, Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti (efri hæðin), Minjasafn Krist-
jáns Runólfssonar á Sauðárkróki, Byggðasafn Borgarfjarðar í Borgamesi og
Byggðasafn Dalamanna að Laugum í Sælingsdal.
56 Þar bar hæst Byggðasafn Vestfjarða á ísafirði og Byggðasafn Reykjanesbæjar.
57 Þegar Minjasafnið á Akureyri var opnað eftir gagngerar endurbætur árið 1999
var boðað að sumarið 2000 yrði opnuð ný sýning með heitinu Akureyri um
aldamót. Þetta breyttist greinilega en efnistök kunna að skýrast af fyrri áætlun.
Sjá: Morgutiblaðið 20. ágúst 1999, bls. 17. („Minjasafnið fær styrk.")
58 Sem dæmi má nefna sýningarnar „Það er svo geggjað" '68-‘72 sem fjallaði um
„hippaárin" og „... og svo kom blessað stríðið". Reykjavík á hernámsárunum en
báðar vom haldnar á fyrri hluta tíunda áratugar 20. aldar. — Árið 2000 vom
settar upp sýningarnar Saga byggingartækninnar og Litla bílaverkstæðið. Og árið
2003 var sett upp sýningin Dagur í lífi Reykvíkinga — sjötti áratugurinn.