Saga - 2003, Page 38
36
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
Eðli málsins samkvæmt er munur á byggðasöfnum og ýmsum
sérsöfnum og setrum sem beinlínis taka til ákveðins þröngs þema
sem tengist einmitt oft „nýja samfélaginu" og öll starfsemi viðkom-
andi staðar snýst um. A söfnum og setrum sem helga sig sjóminj-
um er stundum gengið lengra í átt að nútímanum á sýningum en
annars staðar og einstaka sinnum unnið markvisst með efni frá síð-
ari hluta 20. aldar.59 Hins vegar er farið mun nær nútímanum á
ýmsum sérsýningum.60 Fjölgun sérsafna hefur þannig aukið mjög
breiddina í sýningarhaldi og með þeim tekst að höfða til marg-
breyttari hóps. Byggðasöfnin mættu hins vegar sum hver ganga
lengra í að nálgast tímann eftir 1940 á markvissari hátt.
Tilfinningaleg upplifun — Vitsmunaleg upplifun
I viðtah árið 2002 var Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuður
m.a. spurður út í störf sín við hönnun sýninga. Sigurjón sagðist
hafa tileinkað sér nokkuð önnur vinnubrögð við sýningahönnun en
þau hefðbundnu: „I stað þess að hafa sýningu svona konkret
fræðandi, eins og fjölfræðibækur, þá hef ég leitast við að gera þær
að tilfinningalegri upplifun. Menn lesa sýningarefnið á tilfinninga-
59 I því sambandi má einkum nefna Síldarminjasafnið á Siglufirði, Sjóminjasafn-
ið á Húsavík, Sjóminjasafn fslands í Hafnarfirði og Saltfisksetur íslands í
Grindavík. Einnig má benda á Hvalamiðstöðina á Húsavík. Eldri tíð er þó oft-
ar í forgrunni, t.d. á Sjóminjasafninu á Eyrarbakka, Pakkhúsinu á Höfn í
Homafirði, Sjóminjasafni Austurlands á Eskifirði, Byggðasafni Húnvetninga
og Strandamanna á Reykjum, Minjasafninu Ósvör við Bolungarvík, Minja-
safni Egils Ólafssonar að Hnjóti og Sjómannagarðinum Útnesi á Hellissandi.
60 T.d. á samgönguminjasýningunum í Samgöngusafninu í Skógum og Sam-
gönguminjasafninu að Ystafelli í Köldukinn. Búvélasafnið á Hvanneyri er á
svipuðu slóðum. Sama má segja um Sögu- og minjasafn Slysavarnafélags ís-
lands í Garðinum og á Kaupfélagssafninu á Hvolsvelli er efnið nær eingöngu
sótt til 20. aldarinnar sem og á íþróttasafni Islands á Akranesi, Tónlistarsafni
Jóns Kr. Ólafssonar á Bíldudal, Melódíur minninganna, Lyfjafræðisafninu á
Seltjarnamesi og sýningunni Sauðfé í sögu þjóðar á Sauðfjársetrinu sem kemur
skemmtilega á óvart miðað við eðli þeirrar sýningar. Þá em stríðsárin auðvit-
að mjög afmarkað tímabil og reynt að gera því skil á Islenska stríðsárasafninu
á Reyðarfirði. Og söfn sem láta sig tækniminjar sérstaklega varða hljóta að ná
býsna langt fram eftir 20. öld, helst Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur og
Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði. Þá tekur Fjarskiptasafn Símans til
20. aldar.