Saga - 2003, Page 43
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
41
viki 19. aldar, er vart vænlegt að vera með sýningargripi sem aug-
Ijóslega eru frá 20. öld, þótt í smáum stíl sé.
I Byggðasafni Hafnarfjarðar, Sívertsenshúsi, er líka sett upp
heimili sem á að sýna „hvemig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði
bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu
Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans."70 Bjarni byggði húsið á árun-
um 1803-1805 en hann fluttist til Kaupmannahafnar 1831 og dó
tveimur árum síðar. Heimilið sem sett hefur verið upp í húsinu er
glæsilegt en lögð er „áhersla á að sýna heimilið eins og það var."71
Skýringartextum við gripi er haldið í algjöru lágmarki en á sérstök-
um textaspjöldum á stöndum og veggjum eru upplýsingar um her-
bergi. Þarna, líkt og víða annars staðar, er þó hætt við því að slíkur
fexti dragi úr upplifun safngestsins. Auk þess er miðum með hin-
um vel þekkta frasa „vinsamlegast snertið ekki munina" dreift um
herbergin. En það var hvorki hægt að komast nálægt sumum grip-
unum né lesa á skýringarmiða því að þegar sýningin var skoðuð í
tok júní 2003 var fjórum herbergjum af sex „lokað" með keðjum eða
textastöndum. Hér hafði greinilega orðið breyting á einu ári en
safnstjórinn sagði eftirfarandi í erindi um sýninguna ári áður:
„stefnan ... er að leyfa safngestum að ganga um heimili eins og þau
voru fyrr á tíð án þess að allir munir séu afgirtir eða á bak við gler.
Stemmningin eða upplifunin er það sem gert er útá ..." 72 Hvað
hafði breyst? Jú, í þessi „lokuðu" herbergi voru komnar nýjar og
dýrar sýningargínur frá Englandi sem „gefa sýningunni nýtt svip-
uiót ,.."73 Sennilega er verið að vemda gínurnar með því að tak-
urarka aðgang gesta að herbergjunum. Og vissulega er „svipmótið"
annað, en skrifara þykir þetta vera afturför. Þá orkar tvímælis að
kenna sýninguna við „byrjun 19. aldar" því að sum húsgögnin eru
augljóslega yngri.74 Og gínan sem á að túlka Bjarna virðist vera að
skoða bók sem kom út eftir að hann var látinn. Þannig er dregið úr
uiöguleikum gestsins til að gefa sig fortíðarskynjuninni á vald.
sem í skýringartexta er sögð frá árinu 1905 og þar var jafnframt taska sem ár-
talið 1906 er saumað í.
70 Byggðasafn Hafnarfjarðar, [bls. 2].
71 Bjöm Pétursson, „Einn munur", bls. 79.
7? Björn Pétursson, „Einn munur", bls. 80.
73 Morgunblaðið 29. júní 2003, bls. 26. („Sívertsenshúsið opið í sumar.")
74 T.d. er sagt á einum skýringarmiða að reykborð úr harðviði hafi verið smíðað
af Árna Sigurðssyni sem fæddist árið 1878 og lést 1959.