Saga - 2003, Side 47
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
45
Mikill texti — Lítill texti
Ritaður texti er áberandi á mörgum íslenskum sögusýn.ingum. I
þessu sambandi vakna ýmsar spurningar. Hversu mikill á texti að
vera á sýningu í hlutfalli við annað efni? Hversu stór á hlutur
myndefnis að vera? En gripa og muna? Hvað með hljóð? Hvernig
eiga texti og annað efni að vinna saman? Hvað þarf að gefa gestin-
um miklar upplýsingar? Hvað er hægt að ætlast til að hann lesi
mikið? Þannig mætti lengi halda áfram. í bók um grunnatriði safna-
starfs sem kom út á íslensku árið 1998 segir m.a.: „Hestir safngest-
ir fá upplýsingar sínar af textum sýninganna. Samt er algengt að
safngestir lesi aðeins einn tíunda af textunum. Jafnvel þótt þeir séu
mjög áhugasamir er erfitt að lesa standandi og þar sem fólk er á
göngu. Og þó að sumir gestir séu mjög áhugasamir og vilji miklar
upplýsingar gætu aðrir verið slegnir út af laginu með löngum text-
um eða flóknum skýringarmiðum og fundist þeir vera ófærir um
að skoða sýninguna."77 Texti getur verið krefjandi og tímafrekur og
iangur texti getur reynt mjög á þohnmæði gestsins.
A sumum sýningum eru langir kynningar- og upplýsingatextar
áberandi, oft á flekum, spjöldum eða renningum.78 Mjög víða virð-
ist gengið talsvert lengra í lengd texta en mælt er með í fyrrgreindu
riti um grunnatriði safnastarfs, þar er lögð megináhersla á að texta-
höfundar séu stuttorðir. Kynning á tilgangi sýningar og yfirskrift
77 Ambrose, Timothy og Crispin Paine, Grunnatriði safnastarfs, bls. 105. — Titill
á frummálinu er Museum Basics og var ritið samið að tilstuðlan ICOM, Al-
þjóðaráðs safna, með styrk frá UNESCO, Menningar- og framfarastofnun
Sameinuðu þjóðanna. Þetta rit er hið eina sinnar tegundar á íslensku og er ör-
ugglega vel þekkt meðal safnafólks.
78 Dæmi um slíkt eru íþróttasafn íslands á Akranesi, Sjóminjasafnið á Húsavík,
sýningarnar Akureyri — bærinn við Pollinn í Minjasafninu á Akureyri, Mýrdal-
ur — Mannlíf og ndttúra og Saga skipsstranda við strendur Vestur-Skaftafellssýslu
1898-1982 í Brydebúð í Vík í Mýrdal, Á Njdluslóð í Sögusetrinu á Hvolsvelli,
Snorri Sturluson og samtíð hans í Reykholti, Jöklasýning á Höfn í Hornafirði og
Annað land, anrnð líf og Akranna skínandi skart í Vesturfarasetrinu á Hofsósi,
Kaupfélagssafnið á Hvolsvelli, elsti hluti sýningarinnar í Byggðasafni Akra-
ness og nærsveita á Akranesi, neðri hæðin í Byggðasafni Austur-Skaftafells-
sýslu í Gömlubúð á Höfn í Homafirði, Byggðasafn Hafnarfjarðar, Nesstofu-
safn á Seltjamarnesi, Fjarskiptasafn Símans og söguhluti margmiðlunarsýn-
ingarinnar í Geysisstofu.