Saga - 2003, Qupperneq 52
50
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
ar, flokkun óljós og tilfinningalega upplifunin ekki til staðar er við-
búið að gestir „hangi í lausu lofti" og eigi erfitt með að nálgast sýn-
ingu á eigin spýtur. I slíkum tilvikum er sérstök leiðsögn mikilvæg
en hvað það varðar er misjafnlega tekið á móti gestum eftir stöðum.
Eitt atriði varðandi texta tengist útlendingum sem eru mikil-
vægir sýningargestir á sumrin. Hvernig er hægt að þjóna þeim sem
best sem ekki lesa íslensku? Víða er farin sú leið að hafa texta á er-
lendu tungumáli eða tungumálum við hlið þess íslenska og það
bætir enn frekar við textaumgjörð sýninga.91 Annars staðar er boð-
ið upp á leiðsögurit um sýningu á erlendu tungumáli þar sem text-
inn er nokkurn veginn sá sami og sýningartextinn.92 Þá eru styttri
leiðsögubæklingar víða, stundum á fjölmörgum tungumálum.93
Með útgáfu af þessu tagi er texta létt af sjálfum sýningunum.
Fleira skiptir máli varðandi texta en lengdin. Þar má nefna stað-
setningu hans, leturgerð, leturstærð, lit og síðast en ekki síst inni-
hald textans. Mikilvægt er að texti sé aðgengilegur, ekki á bak við
muni eða gripi, ekki of hátt uppi eða lágt niðri en „texta er auðveld-
ast að lesa ef hann er í 1,0-1,5 m hæð frá gólfi ,.."94 Oftast er pass-
að upp á þessi atriði. Einstaka sinnum hefur þó tekist heldur
óhönduglega til.95 Slíkt getur farið í taugarnar á gestum og mikil-
vægt er að vera sífellt á verði því að smáatriðin skipta máli.
Gerðahrepps á Garðskaga í Garði, Minjasafn Aðalbjargar Egilsdóttur í Geys-
isstofu, Minjasafnið á Mánárbakka á Tjörnesi, sýningarskála Byggðasafns
Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í Skógum, Pakkhúsið á Höfn í Homafirði,
Minjasafn Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki, Pakkhúsið í Ólafsvík og Sjó-
mannagarðinn, Útnesi á Hellissandi.
91 Dæmi um slfkt em Saltfisksetur Islands í Grindavík, Sjóminjasafnið á Eyrar-
bakka, Vesturfarasetrið á Hofsósi, og sýningarnar Á Njdluslóð í Sögusetrinu á
Hvolsvelli, Snorri Sturluson og samtíð hans í Reykholti og Saga Reykjavíkur —
frá býli til borgar í Arbæjarsafni.
92 T.d. á sýningunni Akureyri — bærinn við Pollinn í Minjasafninu á Akureyri og
í Byggðasafni Hafnarfjarðar.
93 Eins og í Byggðasafni Skagfirðinga að Glaumbæ þar sem þau vom að minnsta
kosti tólf.
94 Ambrose, Timothy og Crispin Paine, Grunnatriði sajnastarfs, bls. 111.
95 I Byggðasafni Dalvíkur var t.d. kynningartexti um Jóhann Pétursson hátt
uppi, í horni, með svo smáu letri að erfitt var að lesa hann. Þar vom einnig
textar við byssur sem engin leið var að lesa því að þeir voru alveg uppi und-
ir lofti og hefði þurft stiga til að sjá hvað á þeim stóð. Á Minjasafninu á
Mánárbakka á Tjörnesi vom nokkrir textar einnig mjög hátt uppi sem og í