Saga - 2003, Page 55
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
53
Punkta letur kallar á enn meiri nálægð og þrengra sjónsvið o.s.frv.
Smátt letur er algengt á íslenskum sögusýningum, e.t.v. er það af-
leiðing of mikils texta á sýningum almennt. Engu er líkara en verið
Se að vinna pláss með því að smækka letrið þegar texti er langur.
^essi tilhneiging gerir margar sýningar ekki eins aðgengilegar og
Þær gætu verið.
, Auðvitað eru undantekningar frá smáa letrinu, t.d. er sýningin
A Njáluslóð í Sögusetrinu á Hvolsvelli mikil textasýning. Þar er texti
bókar í lykilhlutverki en þess er gætt að hafa letrið vel stórt. Svip-
a&a sögu er að segja af sýningunni Snorri Sturluson og samtíð hans í
Reykholti og í Búvélasafninu á Hvanneyri er letrið líka gott." Þótt
textaspjöld séu mörg á sýningunni Sauðfé ísögu pjóðar í Sauðfjársetr-
mu a Ströndum er passað vel upp á stærð hans og þar geta gestir
reyndar fengið lánuð gleraugu með mismunandi styrkleika. Slíkt er
til fyrirmyndar og mætti vera á fleiri stöðum, jafnvel mætti sums
sl:aðar bjóða upp á stækkunargler fyrir þá allra sjóndöprustu. Ein-
feldasta leiðin fyrir flest söfn og setur til að slá tvær flugur í einu
höggi er þó að skera niður texta og stækka letur.
Sýning getur auðveldlega goldið þess ef letur er smátt og texti
mikill. Ekki þarf síður að vanda til textans og vinna markvisst með
hann/ huga jafnt að innihaldi sem lengd. í ritinu Grunnatriði safna-
starfs segir að flestir safntextar séu alltof flóknir. Þeir séu skrifaðir af
'/Sérfræðingum sem vita mikið um viðfangsefnið og munina og
§ieyma að flestir gestir vita mjög lítið um hvort tveggja." Þá er bent
a að vandamálið sé jafnvel enn stærra þegar margir gestanna séu
erlendir ferðamenn: „Margt af því sem safnvörðurinn hefur skilið
vitað síðan í barnæsku getur verið framandi og dularfullt fyrir
úflending."100 Hér er vandrataður meðalvegurinn því að markhóp-
Ur safna og setra á íslandi er í flestum tilvikum breiður; heimafólk,
úmlendir ferðamenn, útlendingar, skólakrakkar — fólk á öllum
Leturstaerðin er t.d. viðráðanleg miðað við viðmiðumarregluna á eftirfarandi
stöðum þótt texti sé þar líkt og víðast annars staðar yfirleitt allmikill: í
^yggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka, Sjóminjasafninu á Eyrar-
bakka, Sögu- og minjasafni Slysavamafélags íslands í Garðinum, Byggða-
safni Skagfirðinga að Glaumbæ, Saltfisksetri íslands í Grindavík, Minjasafni
Orkuveitu Reykjavíkur, Sjóminjasafninu á Húsavík, Byggðasafni Vestfjarða á
Isafirði, Galdrasýningu á Ströndum og sýningunni Hákarlaveiðar við Húnaflóa í
úyggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum.
l0° Ambrose, Tímothy og Crispin Paine, Grunnatriði sapmstarfs, bls. 106-107.