Saga - 2003, Page 61
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
59
skipamódel að ræða.116 Ljósmyndamöppur eru á stöku stað og geta
gestir sest niður og skoðað myndir.117 Og myndskyggnusýning,
sem fjallar um 20. öld, er á sýningunni Saga Reykjavíkur —frá býli til
borgar í Árbæjarsafni. Svo virtist sem boðið væri upp á „smakk á
sýningunni Hákarlaveiðar við Húnaflóa í Byggðasafni Húnvetninga
°g Strandamanna á Reykjum.118 Á fáum sýningum eru notuð
áhrifshljóð og raunar virðist almennt lítið unnið með hljóð.119 Lykt
er notuð á sumum sjóminjasöfnum,120 þá er viðeigandi lykt í fjós-
irtu í Árbæjarsafni en ein snjallasta notkun lyktar er á sýningunni
Sauðfé í sögu pjóðar í Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þar gefst fólki
kostur á að finna hrútalykt en hrútaband er í sýningarkassa sem
gestir eru hvattir til að opna. Og þvílík lykt! Þetta er einföld og ódýr
leið og sýnir að góðar hugmyndir þurfa ekki að kosta mikið.
Reykjavíkur, í grein um söfn á Austfjörðum í vefritinu Múrinn, sjá vefslóð:
'vww.murinn.is —> Menning og þó ... —> Eldra efni (4. árgangur) —> Rápað
um austfirsk söfn —> III hluti (24. júlí 2003).
^16 Á sýningunum Eyjafjörður p'á öndverðu í Minjasafninu á Akureyri, Landnám
°g Vínlandsferðir í Þjóðmenningarhúsinu og Á Njáluslóð í Sögusetrinu á
Hvolsvelli, í íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði, Safni Jóns Sigurðssonar
á Hrafnseyri, Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur og á Samgöngusafninu í
Skógum eru annars konar módel sem og í Sjóminjasafni Austurlands á Eski-
firði en þar er stórt líkan af Eskifirði fyrr á tíð sem vekur mikla athygli gesta.
117 Þar ber sennilega hæst Byggðasafn Norður-Þingeyinga, Snartarstöðum við
Kópasker og Síldarminjasafnið á Siglufirði.
118 Þegar ég var þar á ferð 27. ágúst 2002 voru þó allar skálar tómar.
119 Á sýningunni Á Njáluslóð í Sögusetrinu á Hvolsvelli hljómar þó miðalda-
söngur og lesið er úr Njáls sögu. Á sýningunni Handritin. Saga handrita og
hlutverk um aldir í Þjóðmenningarhúsinu er einnig Iesið úr fomum ritum og
á sýningunni Akranna skínandi skart í Vesturfarasetrinu á Hofsósi eru notuð
áhrifshljóð, einkum fugla þegar gengið er um skóg, og umhverfishljóð em í
Saltfisksetri íslands í Grindavík. Þá hljóma síldarlögin á þriðju hæðinni í
Síldarminjasafninu á Siglufirði og hljómlist er einnig spiluð í Tónlistarsafm
Jóns Kr. Ólafssonar á Bíldudal, Melódíur minninganna. í Minjasafni Orku-
veitu Reykjavíkur koma dularfull hljóð frá gamalli rafmagnseldavél sem
vekja mikla athygli. Þá em í Sögusafninu í Perlunni margvísleg áhrifshljóð.
„Háværasta" sýningin er hins vegar margmiðlunarsýningin í Geysisstofu en
þar er markvisst reynt að hafa hljóðáhrif á gesti.
120 T.d. tjömlykt í Síldarminjasafni Austurlands á Eskifirði og Saltfisksetri ís-
lands í Grindavík, kryddlykt á neðstu hæðinni í Róaldsbrakka í Síldarminja-
safninu á Siglufirði, saltfisklykt í Sjóminjasafni íslands í Hafnarfirði og
Minjasafninu Ósvör við Bolungarvík.