Saga - 2003, Side 70
68
KAREN OSLUND
sjá íslenskra sagnfræðinga. Fyrstur til að veita honum verulega at-
hygli var Jón J. Aðils árið 1911,2 en hann leit á Skúla sem hetju og
lýsti honum sem brautryðjanda sem barðist fyrir land sitt gegn
kúgun og hörku dönsku kaupmannanna. Þessi túlkun var dæmi-
gerð fyrir sinn tíma en hefur nú vikið fyrir öllu yfirvegaðri skoð-
un Þorkels Jóhannessonar frá sjötta og sjöunda áratugnum en
hann leggur áherslu á að Skúli hafi langt í frá verið sá eini sem lét
sig efnahagsástand á íslandi á seinni hluta 18. aldar varða.3 Þessi
túlkun Þorkels sýnir fram á sterk tengsl milli framsækinnar hugs-
unar á Islandi og í Danmörku á þessu tímabili, og margir fræði-
menn, þar á meðal Lýður Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir, hafa
rannsakað frekar hin nánu tengsl Skúla og danskra kameralista,
en Skúli fékk ekki einungis hugmyndir frá þeim heldur komu
þessi tengsl honum einnig að pólitískum notum.4 Landfógetinn
vann ekki gegn dönskum hagsmunum á íslandi heldur áttu hags-
munir beggja frekar samleið, eins og rausnarlegur stuðningur
Friðriks V. við Innréttingarnar sýnir. Jafnvel þótt Skúli hafi mætt
andstöðu danskra kaupmanna á íslandi, sem umfram allt vildu
vernda einokunarstöðu sína, ætti ekki að líta á afstöðu þessa hags-
munahóps sem dæmigerða fyrir danska stefnu almennt, þar sem
rentukammerið úrskurðaði í deilum Skúla og kaupmanna honum
í hag.5
2 Jón J. Aðils, Skúli Magnússon landfógeti 1711-1911.
3 Þorkell Jóhannesson, „Skúli Magnússon og Nýju innréttingarnar", bls. 26-48-
4 Nýjustu rannsóknir á efninu eru bók Lýðs Bjömssonar frá 1998, íslands hlutafé-
lag. Rekstrarsaga Innréttinganna, sem tilheyrir ritröð um iðnsögu á íslandi, og
bók Hrefnu Róbertsdóttur, Landsins forbetran. Innréttingarnar og verkþekking >
idlarvefsmiðjum átjándu aldar frá 2001, þar sem fjallað er um vefnaðarfrarn-
leiðslu á Islandi og upphaf hennar sett í samhengi við þróunina í Evrópu-
Einnig má benda á greinar Gísla Agústs Gunnlaugssonar, „The granting of pri'
vileges to industry in eighteenth century Iceland" frá 1982 og „Ansökningaf
om privilegier till manufakturer pá Island 1750-1754" frá 1985. Varðandi hlut-
verk merkantílisma innan Danmerkur, sjá Kristof Glamann og Erik Oxenbolf
Studier i dansk merkantilisme.
5 Gísli Agúst Gunnlaugsson, „The granting of privileges to industry in eigh'
teenth century Iceland", bls. 202-203. — Sjá einnig: Lýður Björnsson, „Ágrip ^
sögu Innréttinganna", bls. 117-145.