Saga - 2003, Side 74
72
KAREN OSLUND
hafa verið betri en samtíðina hverju sinni.10 Það hefur verið lífseigt
stef í íslenskri sögu að nota fortíðina sem fyrirmynd að betri lífs-
háttum. Þó að slík vísun í fortíðina hafi verið nær alls ráðandi á 19.
öld var hún til staðar miklu fyrr, til að mynda í skrifum Eggerts
Ólafssonar á sjötta áratug 18. aldar.* 11 Samhliða því að bera saman
samtíðina á Islandi við liðna tíma stunduðu höfundar þessir einnig
landfræðilegan samanburð á íslandi og öðrum svæðum við Norð-
ur-Atlantshaf. Til dæmis var það áhrifarík hugmynd að velmegun
á íslandi gæti orðið álíka mikil og á betur stöddum svæðum víða í
Noregi. Þessa hugmynd notaði Skúli með ótrúlegum árangri þegar
hann sótti um fé hjá rentukammerinu til stofnunar Innréttinganna.
Þar segir Skúli:
Dette er nu den sandfærdige Beskrivelse om Landets Beskaf-
fenhed, hvoraf sees, at Landet ikke mangler de allerbeste
Reqvisita og Producter, til at giöre sine Inbyggere lyckelig, og
sin Monarch nafnkundig, udj, at være Herre over et saa stoert
Land, som kand blive det andet Norge, naar der ikkuns kand
raades Boed paa det som hidindtil har hindret dets Opkomst;
Næmlig Vankundighed udj at bruge Landet og dets Herlig-
heder til Nytte og Fordeel; Og dernæst ikkun nuværende
Fattigdom at kunde komme til Hjelp med noget Forskud til ad
anskaffe de förnödne Midler, saavel til at befordre Landet Her-
ligheders rettere Brug en skeedt er; Som og til jndette udj
Landet de fomödne Fabriqver, til at multiplicere Landets Natur-
lige Producter; Og endelig, at forskaffe Landet den Fordeel af
Producter og Vahre, som de andre Kongel. Riiger og Lande
nyde ved et utvungen og friit Commercium.12
Málflutningur af þessu tagi og í þessu samhengi var fremur byggð-
ur á pólitískum skilningi en á vísun til íslenskrar fortíðar. Með því
að bera Island saman við Noreg er gert ráð fyrir að Island gæti orð-
ið eins og önnur svæði í dansk-norska ríkinu þar sem hagsældar
10 Um þetta efni, sem tekið var upp af íslenskum þjóðemissinnum um miðja 19.
öld, hafa margir sagnfræðingar rætt, þar á meðal Gunnar Karlsson: „Icelan-
dic Nationalism and the Interpretation of History", bls. 77-89.
11 Kveðskapur hans um íslenska náttúm og búskaparhætti ber því augljóst
vitni, sjá Kvæði Eggerts Ólafssonar.
12 ÞÍ. Rentukammer, 32.20 Isl. Journ. A. Nr. 1528. Þetta skjal er birt í grein
Hrefnu Róbertsdóttur, „Áætlun um allsherjarviðreisn íslands 1751-1752", bls.
29-88 (sjálft skjalið er á bls. 59-68).