Saga - 2003, Side 75
UMBREYTING OG FRAMFARIR
naut við, í stað þess að segja berum orðum að ástandið á Islandi
befði versnað undir danskri stjórn, eins og gert var óhikað 70-80
árum síðar. í rökfærslum sínum fór Skúli einnig fram á fríverslun
(sem Noregur naut reyndar ekki allur á þessum tíma), ekki með því
að skírskota til íslensku gullaldarinnar, eins og svo oft var gert,
heldur með því að vísa í „de andre Kongel. Riiger og Lande". Þessi
vísun til annarra svæða er einnig myndlíking um breytingu þyí a
með henni eru menn að segja að ísland geti einfaldlega orðið eins
°g Noregur, í raun annar Noregur. Samkvæmt hugsunmm sem
(iggur að baki þessari fullyrðingu verða sömu grundvallarskilyrði
°g náttúruauðlindir að vera fyrir hendi á báðum svæðunum, og sa
numur sem á þeim var á þessum tíma væri þá aðeins á yfirborðinu,
innabundið ástand sem hægt væri að breyta með tiltölulega lítilli
fyrirhöfn.
, Hans Christian Bech, danskur embættismaður sem búsettur var
á íslandi frá 1744 til 1751, trúði einnig statt og stöðugt á möguleika
W framfara og umbreytinga á íslandi. Á fyrstu síðu ritgerðar sinn
ar um verslun á íslandi árið 1781 ritar hann að hann hafi ásett ser
að fysa vörum þeim sem séu framleiddar á íslandi, „de som ere, og
de som kunde blive".13 Þar á eftir segir hann frá vöruskorti á Is-
landi: járn vanti í fiskikróka, hamp vanti í fiskilínur og rekavið
Vanti til bygginga. Auk þess rækti bændur ekki kartöflur, engmn
borði saltað kjöt eða fisk og að spunaverkið sem komið var á lagg'
með Innréttingunum hafi ekki skilað arði. Lausnin sem Bec
le8gur til sýnir einlæga trú hans á menntun og framfarir 1 anda
uPPfysingarinnar. Hann heldur því fram að aðstæður myndu batna
ef hægt væri að fá íslendinga til að skoða önnur svæði og komast
a& því hvernig hlutirnir eru framkvæmdir þar, og þar með hvernig
"denne Feil ved Undervisning kunde rettes".14 Þau svæði sem Bech
hefur í huga, þar sem fólk veit hvernig salta á kjöt og fisk til geymslu,
1‘vernig vinna á hamp í fiskilínu og hvernig rækta á kartöflur, eru
Noregur, Jótland og Hjaltlandseyjar — aðrir hlutar eða fyrrverandi
Nutar hins dansk-norska ríkis.
Samanburður eins hluta ríkisins við annan með þessu orðfæri,
sem ég kalla ummyndunarmyndlíkingu, var mjög útbreiddur og
iífseigur á þessum tíma. Nærri 90 árum eftir að Skúli lagði fram
13 Lbs. JS 37, fol. Hans Christian Bech, Om Handel paa Island, bls. 1.
14 Sama heimild, bls. 13.