Saga - 2003, Page 80
78
KAREN OSLUND
og Skúli sendi beiðni sína um fjárstuðning til stofnunar Innrétting-
anna haustið 1751 og kynnti rentukammerinu niðurstöður sínar.
Þetta skjal er ritað í anda náttúrulýsingar þrátt fyrir að því sé ekki
formlega skipt í kafla og að það sé einungis 51 síða að lengd. Þannig
byrjar greinargerðin á almennri lýsingu á Islandi áður en farið er út
í umræðu um sérstök vandamál. Horrebow ræðir mismunandi at-
vinnugreinar á Islandi, svo sem fiskveiðar, landbúnað, skógrækt,
skinnaverkun, ullarvinnslu og kaðlagerð, og mælir með að stjórnin
fjárfesti í verksmiðjum og handiðnum til að bæta efnahaginn.23
Margar af hugmyndum hans, sérstaklega tölfræðilegar lýsingar á
sjávarafla og skoðanir hans á danskri verslunareinokun, benda
sterklega til þess að hann hafi oft rætt þessi mál við Skúla. Hafi
embættismenn í Kaupmannahöfn lesið umsókn Skúla og greinar-
gerð Horrebows samtímis hafa þeir fengið samræmda mynd af
efnahagsástandinu á Islandi.24 Annað dæmi um tengsl á milli höf-
undar náttúrulýsingar og umbótasinnaðs embættismanns er sam-
band Jóns Eiríkssonar, sem var mikilvægur talsmaður Innrétting-
anna og háttsettur embættismaður í rentukammerinu, og náttúru-
fræðingsins Olaviusar. Olavius hafði ferðast um ísland sumrin
1775-1777 til að rita um þá landshluta á Norðurlandi sem Lands-
nefndinni fyrri 1770-1771 hafði ekki tekist að sinna. Jón Eiríksson
ritstýrði verki Olaviusar og ritaði inngang að því þar sem hann
leggur áherslu á mikilvægi nákvæmra náttúrulýsinga, auk þess
sem hann ræðir stofnun Innréttinganna og það markmið með þeim
að efla menntun og umbætur í landinu. Það að Jón Eiríksson teng-
ir saman umræðuna um umbæturnar og náttúrulýsingu Olaviusar
bendir til að stjórnmálaleg og vísindaleg umræða hafi átt mikla
samleið á þessum tíma.25
23 Kgl. bibl. Thott 1742 4to. Niels Horrebow, Relatio og Betænkning om Islands
Oeconomie.
24 Hrefna Róbertsdóttir bendir samt sem áður á að ekkert afrit af greinargerð
Horrebows fyrirfinnist í Rigsarkivet þótt Gísli Agúst Gunnlaugsson segi að
hún hafi verið send ásamt umsókn Skúla til Kaupmannahafnar. Þrjú eintök af
handriti Horrebows er að finna í Kongunglega bókasafninu í Kaupmanna-
höfn og eitt á Þjóðskjalasafni Islands. Þar sem óvenjulegt er að eintak sé ekki
varðveitt í Rigsarkivet er líklegt að greinargerð hans hafi í raun verið lesin á
sama tíma og umsókn Skúla og hugsanlega færð seinna. Sjá: Hrefna Róberts-
dóttir, Landsins forbetran, bls. 128-129.
25 Jón Eiríksson, „Forberedelse" í Olaus Olavius, Oeconomisk Reise, bls. i-ccxx.