Saga - 2003, Qupperneq 81
UMBREYTING OG FRAMFARIR
79
Náttúrulýsingar og „skröksögur“
Litið var á fullgerða og nákvæma íslandslýsingu sem grundvöll
sem hægt væri að byggja umbyltingar í landinu á. Eitt aðalstef í Is-
landslýsingum á miðri 18. öld, þar með töldum lýsingum Horre-
Lows, Eggerts og Bjama, og Olaviusar, er að þeir líta á náttúm Is-
lands sem fyrirsegjanlega og stöðuga. Höfundarnir benda á að mik-
ið hafi verið um ýkjusögur hvað varðar íslenska náttúm í eldri
ferðalýsingum, meðal annars fullyrðingar um það að náttúra Is-
lands væri öðmvísi og ólík öllu því sem þekktist í Evrópu. Til dæm-
is er sagt frá því í bókum frá miðöldum og endurreisnartímanum
að á íslandi sé að finna ótrúleg skrímsli og því er auk þess haldið
fram að á íslandi sé annaðhvort stöðugur hiti eða sífellt kalt.26 Það
eru þessar sögur sem Arngrímur Jónsson lærði kvartar yfir árið
1592 þegar hann talar um að „nokkrir útlendingar [séu að] af-
skraema [landið] með röngum söguburði, hafa yndi og ánægju af að
svívirða á marga lund og láta verða að athlægi meðal annarra
þjóða."27 Andstætt því sem lesendum hafði verið sagt fram að því
uPþlýsti Arngrímur menn um að Hekla væri ekki fordyri helvítis,
a^ ísland væri ekki stöðugt umlukið ís og að íslendingar deildu
ekki með sér eiginkonum sínum. Einnig bætti hann við að á Islandi
v*ru hvorki hestar sem riðið gætu 60 mílur í einum spretti né hval-
u á stærð við heilt fjall. Náttúrulýsingunni óx stöðugt ásmegin er
ieið á 17. öldina og aðrir íslendingar, þar á meðal Vísi-Gísli (Gísli
Llagnússon), Þorlákur Skúlason, Brynjólfur Sveinsson og Jón Guð-
mundsson, rituðu einnig lýsingar á eigin landi í þeirri trú að þeir,
Sem innfæddir menn, væru í bestu aðstöðunni til að skýra frá stað-
reyndum.28 Horrebow, Eggert og Bjarni, sem og Olavius, byggðu
26
27
28
Sumarliði ísleifsson ræðir þetta nánar í bók sinni ísland, framandi land, bls.
11-71. Sumarliði færir rök fyrir því að breyting hafi orðið á ímynd íslands í
ferðabókum um miðja 18. öld á svipuðum nótum og ég sé hér.
Arngrímur Jónsson, Stutt greinargerð um ísland, bls. 18.
Gísli Magnússon, „Consignatio Instituti seu Rationes. Greinargerð um fyrir-
stlun", bls. 48-85. Vísi-Gísli var einna fyrstur íslendinga til að sýna tækni-
legri 0g efnahagslegri umbreytingu á íslandi áhuga. — Textar þeirra Þorláks
Skúlasonar og Brynjólfs Sveinssonar hafa verið gefnir út undir heitinu Two
Treatises on lcelandfrom the 17th Century. — Sjá einnig Halldór Hermannsson, Jón
Guðtnundsson and his Natural History of Iceland. Bók Jóns er áhugaverð blanda
úr ýmsum hindurvitnasögum og rannsóknum, og hana má taka sem dæmi
um hvemig náttúrulýsingar sem bókmenntagrein voru enn í þróun á 17. öld.