Saga - 2003, Side 82
80
KAREN OSLUND
einnig á þeirri hugmynd að rita náttúrulýsingu með það að augna-
miði að leiðrétta rangfærslur sem orðið höfðu til um Island í ald-
anna rás. Horrebow benti á í bók sinni að Islandslýsing hans væri
byggð á því sem hann hafi „séð og reynt" á þeim rúmu tveimur
árum sem hann dvaldi á Islandi.29 Þannig var litið á bók hans sem
áreiðanlegri heimild en ritið Nachrichten von Island, Grönland, und
der Strasse Davis frá 1746 eftir Johann Anderson, borgarstjóra í
Hamborg, sem einungis hafði stuðst við sagnir sjómanna.30 Meðal
annars gagnrýnir náttúrufræðingurinn danski téðan Anderson fyr-
ir að halda því fram að Hekla sé umlukin laugum, fylltum brenn-
andi vatni sem kvikni í af sjálfu sér í fjórtán daga ár hvert. Segir
Horrebow enga ástæðu vera fyrir því að halda að vatn og eldur
hagi sér þannig á íslandi: „Þessar tvær höfuðskepnur ... eru ekki
það frábrugðnar á íslandi því sem er í öðrum löndum, að þær fái
sameinazt í eldslogum."31 Slíkar laugar hafi aldrei verið til á íslandi
enda sé það andstætt allri reynslu að ímynda sér að vatn geti
brunnið. Horrebow gefur einnig í skyn að hefði Anderson heimsótt
Island en ekki einvörðungu treyst á sögusagnir stöku tilfallandi
gesta, hefði hann áttað sig á mistökunum. Síðan heldur hann áfram
að útskýra hinar mörgu villur Andersons: að refir á íslandi séu
rauðir, líkt og í Noregi og Danmörku, en ekki svartir, og að tamdir
hestar séu til á íslandi, ekki einungis villt og grimm hestakyn. Þótt
Olavius hreki ekki „skröksögur" þessar lið fyrir lið kvartar hann
yfir hinum fjölmörgu höfundum, að Anderson meðtöldum, sem rit-
að hafi um ísland en „ikke havt nogen grundig Kundskab om
Landets Omstændigheder".32 Að hans mati er mikilvægt skref í átt
að umbótum í landinu að bæta úr slíkum þekkingarskorti með ná-
kvæmum náttúrulýsingum, þar sem einmitt þessi þekkingarskort-
ur og rangfærslur hafi talið fólki trú um að ástandið á íslandi ein-
kenndist mjög af fátækt og vonleysi. Þrátt fyrir að Olavius viður-
kenni að á íslandi skorti margar náttúruauðlindir, segir hann einnig/
29 Niels Horrebow, Tilforladelige Efterretninger om lsland. Þessi tilvitnun er úr
íslenskri þýðingu textans, Frásagnir um ísland, bls. 27.
30 Nachrichten von Island, Grönland, und der Strasse Davis eftir Johann Anderson
var þýdd á dönsku 1748, að slepptum þeim málsgreinum sem hvað mest
gagnrýni á verslunareinokun Dana var fólgin í.
31 Niels Horrebow, Frásagnir um ísland, bls. 62.
32 Olaus Olavius, Oeconomisk Reise, bls. 1.