Saga - 2003, Page 83
UMBREYTING OG FRAMFARIR
81
með dæmigerðri bjartsýni upplýsingarmannsins, að „andre Lande
mangler jo lige saa meget!".33
íslenskir og danskir náttúrufræðingar á tímum upplýsingarinn-
ar/ hvort sem þeir voru innfæddir eða gestir til lengri tíma, reyndu
að nota staðgóða þekkingu sína á landinu til að hrekja rómantískar
eða fjarstæðukenndar fullyrðingar höfunda sem bjuggu fjarri. A
þeim tíma þegar Evrópumenn voru að kanna fjarlæga heimshluta
°8 skrifuðu náttúrulýsingar þar sem þeir virðast oft hafa tengt hug-
takið „framandi náttúra" við hugmyndina um „frumstætt villi-
^annseðli" íbúanna. Slíkar fullyrðingar vildu menn leiðrétta. Arn-
grímur álítur að þeir „útlendingar" sem halda að skrímsli búi í haf-
inu umhverfis ísland séu einnig líklegir til að trúa því að Islending-
ar deili með sér eiginkonum sínum og að þetta valdi því að slæmt
0rðspor fari af íslendingum erlendis. Hann telur, líkt og Ployen
gerði löngu síðar, að siðferðisvitund fólks ákvarðist af náttúrulegu
°8 menningarlegu umhverfi þess. Áhyggjur Amgríms vom ekki al-
Ve8 úr lausu lofti gripnar: Anderson, sem tók upp sögur af íslensk-
um furðudýrum, hafði einnig mjög lítið álit á íslendingum og taldi
Þa í raun sjálfa litlu betri en dýr.34 Því höfðu íslenskir og danskir
menntamenn áhuga á að hrekja þessa framandhyggju, þar sem gert
Var ráð fyrir að landið væri svo ólíkt hinum siðmenntaða heimi, og
Þeir héldu þess í stað fram í náttúrulýsingum sínum að ísland væri
eins og hver annar staður sem lesandinn sjálfur gæti hugsanlega
^hið á. Upp úr miðri 18. öld var svo farið að þýða íslandslýsingar á
°U helstu tungumál Evrópu og hinn stóri lesendahópur þar fékk
rétta og traustvekjandi mynd af landinu — þótt hún væri ef til vill
ekki jafnspennandi og áður. ^ . .
Með þá vitneskju að vopni að náttúra íslands væri ekki ra
brusðin náttúm annars staðar gátu þeir höfundar sem höfðu áhuga
33 Sama heimild, bls. 5.
34 Þessi skoðun var þó ekki algild. Friedrich August Ludwig Thienemann, sem
terðaðist um ísland 1820-1821, trúði því að íslensk náttúra væri einstök og
ólík öllu því sem annars staðar væri að finna á Norðurlöndum, auk þess sem
t>ann taldi íslensku músina annarrar tegundar en frænku hennar í Evrópu.
Einnig hafði hann mikið álit á fólkinu í landinu. í raun var hægt að færa jafn-
sannfærandi rök í hina áttina fyrir því að fólk sem byggi í einstakri nátturu
hefði vitaskuld yfirburði (sem var gert, sérstaklega á 19. öld þegar önnur
ntenningartengsl á milli Evrópu og íslands mynduðust). Thienemann, Reise
im Norden Europa's.