Saga - 2003, Side 84
82
KAREN OSLUND
á að nýta betur en áður náttúruauðlindir á íslandi og efla efnahags-
lífið leyft sér bjartsýni og metnað. Væri Island undarlegur staður,
þar sem skrímsli byggju og eðlisfræðilögmál verkuðu öðruvísi en
annars staðar, væri óárennilegt, ef ekki ómögulegt, að reyna þar
umbyltingu og umbætur. En þar sem nýjustu og áreiðanlegustu
vísindarannsóknir, sem birtust á sama tíma og myllur og verk-
smiðjur voru að taka til starfa á Islandi, sýndu að íslensk náttúra
væri venjuleg, bara ekki eins þróuð og á öðrum svæðum við Norð-
ur-Atlantshaf, var augljóst hvert skyldi stefna um framtíð landsins.
Þegar þessir höfundar notuðu ummyndunarmyndlíkinguna og
báru landið saman við aðrar byggðir við Norður-Atlantshaf og
Danaveldi renndu þeir með því enn frekari stoðum undir sömu
röksemdir og höfundar náttúrulýsinganna höfðu sett fram. Þegar
ráðist var í umbótaverkefni sem byggð voru á ummyndunarmynd-
líkingunni var gert ráð fyrir að grundvallarástand og hráefni nátt-
úrunnar væru af líkum toga alls staðar á norðurslóðum. Ut frá
þessu var það fyllilega rökrétt og vísindalegt að senda Islendinga til
Hjaltlandseyja til að læra að verka fisk, flytja bændafjölskyldur til
íslands frá Noregi og Jótlandi til að bæta búskaparhætti og jafnvel
að flytja íslendinga til Grænlands til að koma á fót býlum, og það
myndi eiga þátt í að gera svæði í norðurhöfum líkari hvert öðru og
auka þar framleiðni.35 Ef náttúran á norðurslóðum væri öll eins,
þyrfti aðeins menntun og tækni til að koma lífskjörum á jöðrum rík-
isins á sama stig og í miðju þess. I raun er ekki mögulegt að álykta
hvort höfundar þeir sem rituðu um umbætur fengu hugmyndir
sínar um íslenska náttúru að láni hjá höfundum náttúrulýsinganna
35 Síðasta verkefnið er talið runnið undan rifjum Hans Egedes, lúthersks erind-
reka sem vann að „endur-landnámi" Dana á Grænlandi og trútöku Inúíta-
Trúlega hafa stjómarmenn nefndar um málefni Grænlands árið 1729 talið að
Islendingar gætu skapað tengsl á milli Dana og Inúíta með því að kenna þeim
síðamefndu evrópska búskaparhætti. Gerð vom drög að lista yfir íslendinga
sem voru reiðubúnir að flytjast búferlum til Grænlands og undirbúið var að
útvega þeim efni til að byggja í Nepisene. En áður en hinir nýju landnámS'
menn komu til Grænlands eyðilögðu hollenskir kaupmenn, sem koma vildu
í veg fyrir frekari landvinninga Dana þar, byggingarefnið. Sjá Louis Bobe/
„Hans Egede, Gronlands Missionær og Kolonisator", bls. 1-344, sérstakleg8
bls. 168-172, og Kristján Sveinsson, „Viðhorf Islendinga til Grænlands og
Grænlendinga á 18. og 19. öld", bls. 162-166. — Um kenningar sem varða
tengsl loftslags og fólks, sjá Clarence J. Glacken, Traces on the Rhodian Shore,
bls. 461-705.