Saga - 2003, Page 94
92
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
síðmiðaldir, að 16. öldinni meðtalinni, hafi ekki verið sérlega vin-
sælt viðfangsefni meðal íslenskra sagnfræðinga. Á 19. öld og langt
fram á 20. öld var sjálfstæðisbaráttan ofarlega í hugum manna og
val á viðfangsefnum mótaðist af henni. Því litu sagnfræðingar til
heimilda frá 12. og 13. öld og varð vel til fanga um pólitísk umsvif
yfirstéttar þeirra tíma. Á síðustu áratugum hefur sjónarhornið víkk-
að og sagnfræðingar rannsaka í auknum mæli lífskjör fleiri þjóðfé-
lagshópa, svo sem kvenna, barna, gamalmenna, bænda, leiguliða
og jafnvel öreiga.
í eftirfarandi greiningu á félagsmálakerfi síðmiðalda verður það
sett í samhengi við hugmyndir manna á meginlandi Evrópu um fá-
tækraframfærslu og rætur þeirra hugmynda í fornum þjóðfélögum
í Austurlöndum nær. í þessu viðfangsefni og sjónarhorni tel ég fel-
ast nokkra nýlundu. Leitast verður við að sýna fram á verkaskipt-
ingu veraldlegra stofnana, þ.e.a.s. bændaheimila og hreppa, og
kirkjulegra stofnana á þessum vettvangi og bregða ljósi á skattamál
og aðra útvegi til þess að fjármagna fátækraframfærsluna. Þá verð-
ur reynt eftir föngum að nálgast líf ómaga, sjúklinga, niðursetninga
og förumanna, fólks, sem var upp á náð samfélagsins komið. Að
lokum er dregin upp mynd af hruni þessa félagskerfis í kjölfar sið-
breytingar og kirkjuordinansíu Kristjáns III frá 1537 en fall þess
reyndist landsmönnum afdrifaríkt.
Heimildir eru aðallega sóttar í íslenzkt fornbréfasafn, en einnig í
Biskupa sögur, Heilagra manna sögur, Jarteinasögur og lögbækur. Þess-
ar heimildir eru að sönnu strjálar og helst til rýrar en þó líklega
betri en víðast hvar annars staðar í Norður-Evrópu. í íslendingasög-
um eru einnig heimildir um meðferð fátækramála og viðhorf mið-
aldamanna til þeirra. „Ég var ung gefin Njáli og hef ég heitið hon-
um að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði", sagði Bergþóra og lagðist
undir nautshúðina með bónda sínum og dóttursyni.2 Setning þessi
hefur jafnan verið túlkuð sem vitnisburður um ást Bergþóru á Njáli
og hjónabandstryggð út yfir gröf og dauða. En setningin hefur aðra
og nöturlegri vídd. Hver átti að framfæra hina stórlyndu konu þeg-
ar Njáll og synir hans voru dauðir? Varla hefði Bergþóra unað þvi
að verða hornkerling dætra sinna og tengdasona eða fara á hús-
gang!
2 Njáls saga, bls. 306.