Saga - 2003, Side 96
94
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
stuðlað að sáluheill þeirra sem sýndu honum miskunnsemi. Þeim
sem guð gefur auðæfi leggur hann þær skyldur á herðar að lina fá-
tækt náunga síns. Þá nýtur sá ríki náðar fyrir augliti guðs en hinn
fátæki hlýtur að launum sigurkrans fyrir þolinmæði sína.6 Göfugt
hugarfar gefenda og þiggjenda var prédikað íslenskum almenningi
í fornum stólræðum og ber hugarfarsmenningu miðalda fagran
vott. Sýna stólræðurnar einnig að íslenskir kennimenn hafa fylgt
þeim guðfræðistraumum sem efst voru á baugi á meginlandinu J
þann tíð. í Alia sermonis, þ.e. í annarri jólaræðu segir í ávarpi til fa-
tækra manna:
Nú vil ég mæla við yður, fátæka menn, er æstið [æskið] yður
klæðnaðar og matar og lifið við ölmusugæði góðra manna.
Huggist ér, kvöl yðar mun snúast í gleði og harmur yðar i
fögnuð. Látið ér eigi yður leitt að biðja, því guð er réttlátur og
mildur í öllum verkum sínum. Af því gerði hann yður aurna,
að ér skuluð bera vel skamma öreigð, en hafa eilífa fullsæln-
Og af því gerði hann auðgan, að sá fengi lækning syndum sín-
um, ef hann gæfi yður af fé sínu.7
Varla hefur verið til svo aumur húsgangsmaður sem hlýtt hefur a
þessa orðræðu að hann hafi ekki fundið nokkra huggun í vanmætti
og styrkst í þeirri trú sinni að líf hans væri nokkurs virði og ekki til
einskis barist.
Á íslandi var fjölskyldan í víðri merkingu þess orðs frá fornu
fari sú framleiðslueining sem lá til grundvallar hagkerfinu og sU
samfélagsstofnun sem annaðist endurdreifingu lífsgæða, þar til
kirkjulegar stofnanir tóku einnig að sér slíkt hlutverk. Hér er átt við
lífsgæði eins og mat, klæði, skófatnað og húsaskjól og þá vernd sem
fjölskyldan jafnan veitir. Þekking á skyldleika var fyrir margra
hluta sakir lykilatriði til þess að halda uppi reglu í samfélaginU/
einkum hvað varðaði arfgengi og framfærsluskyldu, sem og hefnd'
arskyldu og atfylgi.8 I ómagabálki Grágdsar, sem er langur og ítar'
legur og á sér vísast að hluta til rætur í heiðnu samfélagi, eru settar
fram reglur um ómagaframfærslu sem bundin er við skyldleika. A
öllum þeim fjölmörgu dæmum sem þar eru tilfærð býður lesanda i
6 Thomas von Aquin, Summe der Tlieologie III, 32, 5, bls. 162-165. Tómas styðst
þarna við útieggingar kirkjufeðranna Basilíusar og Ambrósíusar á Lúkasar
guðspjalli.
7 íslensk hómilíubók, bls. 76.
8 Agnes S. Arnórsdóttir, Konur og vfgamenn, bls. 43-55.