Saga - 2003, Síða 106
104
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
Ómagi sá er sá vill er þar býr kvengildur skal þar koma að Þor-
láksmessu fyrir jól og vera fram yfir jól. En í öðru sinni að
pálmasunnudegi og vera þar til, sem líður páskaviku. Og hið
þriðja sinn að hvítadögum og vera uns líður sú vika.32
Dæmi eru til þess að ríkir menn gæfu ómagavist til kirkna með þvl
skilyrði að vistin kæmi fátækum ættmönnum þeirra til góða.33 Þa
er þess dæmi að maður kaupi ómagavist.34 í máldögum kirkna
koma fyrir ákvæði um ómagavistir og ráðstöfun lífsgæða, einkum
hvaltíundar, til fátæklinga. Þá er ljóst af máldögum að kirkjur áttu
gjarnan hvalreka, selver, eggver, veiðiréttindi ýmiss konar og kvik'
fénað, og að greiðslur til kirkna voru oft í formi matvæla og skæð'
is.35 Allt þetta gat nýst til fátækrahjálpar þegar reglur sögðu til eða
ef í harðbakkann sló.
í Ási í Holtum var t.d. Ólafskýr, en úr henni áttu fátæklingar alla
nyt36 Einnig mun hafa verið til siðs að gefa fimmta hlut veiðifengs
sem fékkst á helgum dögum til fátækra.37 Þá var hefð fyrir því að
útdeila mat og öðrum nauðsynjum á kirkjulegum stórhátíðum, jól'
um, páskum, hvítasunnu, Mikjálsmessu, sem og á postulamessuUV
einkum ef viðkomandi kirkja var helguð postulanum sem messU'
daginn átti. Dæmi er um ákvæði í máldögum þess efnis að viðhalh
á brúm og ferjum sé kostað af kirkjufé.38 Þá má gera ráð fyrir að
margvísleg úrræði og form á aðstoð við fátæka hafi tíðkast, þútl
heimildir bresti fyrir því.
Heitbréf veita innsýn inn í hugarheim miðaldamanna, einkuna
hvernig þeir brugðust við andstreymi. Af þeim heitbréfum sena
prentuð eru í Fornbréfasafni má sjá að þegar mönnum þótti mikhs
um vert að sættast við almættið lofuðu þeir bæði auknu helgihal^1
32 Dl III, nr. 419-498, bls. 552.
33 DIIII, nr. 247; nr. 419^48, bls. 585.
34 DIIII, nr. 190. í þessari heimild kemur fram að Páll bóndi hefur keypt ómaga
vist við kirkjuna að Hoffelli í Hornafirði af Magnúsi bónda í Skál fyr*r
hundruð. Ekki kemur fram hvernig Páll æltaði að ráðstafa þessari vist eða
hvers vegna Magnús, bóndi í Skál, átti þessi ítök á kirkjustaðnum.
35 DIIV, nr. 23,47, 48,103,137,150,151,162,192. — DIV, nr. 241, 246,258,278-
298.
36 Dl IV, nr. 53. - D1VI, nr. 307. í síðari máldaganum er mjólkurgjöfin einskoÁ*
uð við miðvikudaga.
37 Páll Eggert Ólason, Mcnn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi II, bls. 26. ^
38 DIV, nr. 241, bls. 258, „héðan á af kirkju hluta að halda brú á læk og árferju