Saga - 2003, Page 108
106
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
ingu tíundarlaga en þá lagðist biskupsstólunum til biskupstíundúL
sem var fjórðungur tíundarinnar, „en það skal vera í vaðmálum eða
í vararfeldum eða í lambagærum eða í gulli eða í brendu silfri^-
Skyldi biskupstíundin gjaldast á fimmtudegi er fjórar vikur væru af
sumri, en helst fyrr.42 Samkvæmt ofangreindum reglum um að
hluti af biskupstekjum skuli renna til fátæklinga, hlýtur biskupstí'
undin að hafa komið fátækraframfærslu á biskupssetrunum til
góða.
Með Þorláki biskupi Runólfssyni var Tjörvi Böðvarsson prestuL
„mikill dýrðarmaður", eins og segir í Hungurvöku. Þessum manni
féll aldrei verk úr hendi, hann var annaðhvort að syngja saltarð/
kenna, rita, lesa eða lækna „ráð þeirra manna, er þess þurftu og a
hans fund komu". Hann hafði það skaplyndi að vera „örr við auiU'
ingja, en kallaður féfastur við alþýðu, og sparði þó aldrei pening3
at nauðsynjum til allra þarflegra verka."43 Tjörvi hefur greinileg3
haft á hendi starf gestamanns eða ráðsmanns í Skálholti og sinut
því af svo mikilli alúð að í annála var fært.
Um eftirmann Þorláks Runólfssonar á biskupsstóli, Klæng P°r'
steinsson (embættistíð 1152-1176), var ritað „að hann var stórlynd'
ur og stórgjöfull við vini sína, en örr ok ölmusugóður við fátaeka
menn". Klængur var greinilega höfðingi mikill að fornum sið sem
ræktaði frændsemis- og vináttubönd og efldi þannig samfélag5'
áhrif sín, jafnframt því sem hann sinnti vel biskupsskyldum sínum
við fátæklinga. Þurfti biskupsbúið mikils við fyrir sakir fólksfjölUa
og gestrisni. Þá stóð Klængur fyrir kirkjusmíði og hleypti þa^
greinilega fjöri í atvinnulíf í biskupsdæminu og skapaði fjölbreýtt'
ari „atvinnutækifæri" en áður höfðu þekkst.44 Þótti samtímamönn-
um hans svo mikið til um umsvif hans að ritari Hungurvöku telur að
rausn hans muni uppi vera meðan ísland sé byggt. Af þessari lýs'
ingu má glögglega ráða að í biskupstíð Klængs biskups var Skál'
holtsstóll orðinn að aflvaka í atvinnulífi og stór vinnuveitandi jafn'
framt því að vera félagsmálastofnun sem annaðist endurútdeilingu
lífsgæða meðal fátæklinga. Þorlákur Þórhallsson (embættistíð
1178-1193), öðru nafni Þorlákur helgi, lagði og rækt við fjárhags'
grundvöll Skálholtsbiskupsstóls og hafði jafnan góða ráðsmenn sv°
42 D11, nr. 22.
43 „Hungrvaka", bls. 74.
44 Sama heimild, bls. 81.