Saga - 2003, Page 112
110
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
biskup Pálsson (embættistíð 1521-1540) fögur ummæli fyrir að hafa
verið „furðu mildur að auði og mat."53
í Biskupa sögum og Heilagra manna sögum sést víða móta fyrir sið-
venjum um áheit sem komu fátækum mönnum eða helgihaldi hj
góða og mega þau teljast til tekjustofna kirkna, þótt óvissir séu- f
Sögu Þorláks biskups hinni elstu segir frá áheitum á sælan Þorlák-
Þorbjörn nokkur í Grindavík heitir því að fæða fimm fátæka meWV
syngja fimm sinnum Davíðs saltara og lesa „orationem", Deus c\iö
populo tuo, honum til dýrðar.54 Annað áheit í sömu heimild var á þa
leið að maður sem í nauðum var staddur hét að ljá hest til flutnings
í Skálholt, raft til kirkjunnar og þann sel sem fyrstur veiddist til að
skipta með fátækum mönnum. Þá var það algengt efni áheita að
gefa fátækum málsverð svo og svo oft, auk þess að gefa vax og vað'
mál til tiltekinnar kirkju.55
Framfærslumál aldraðra og fátækra presta var að einhverju leyh
forgangsmál hjá oddvitum kirkjunnar. Er frá þessu sagt í LárentíuS'
ar sögu, en Lárentíus biskup lét félagsmál mjög til sín taka og stoft1'
aði prestaspítala að Kvíabekk í Ólafsfirði svo að gamlir og lasWr
prestar þyrftu ekki að vera á húsgangi. Vandað var mjög til fjar'
hagsgrundvallar spítalans á Kvíabekk og var t.d. hver prestur 1
biskupsdæminu skyldur að greiða til hans í þrjú ár hálfa mörk hver-
Þá voru um alla framtíð lögð til 50 lambseldi um allan Ólafsfjörð og
Fljót. Þá lagði Lárentíus „vanhagafé", þ.e.a.s. sektir, til spítalans. Þa
var auðvelt að afla sjávarfangs til Kvíabekks, enda segir í söguW1
að biskupi hafi „þótt þar gott til blautfisks og búðarverðar."56 AnU'
ar slíkur prestaspítali var settur niður í Gaulverjabæ í Flóa.57
Flestar heimildir um meðferð á fátækum og vanfærum eru rlt'
aðar frá sjónarhorni valdsmanna eða hinna auðugu, þeirra seW
voru til kvaddir að ráða bót á tilteknum vanda. Glöggar lýsingar a
kjörum alþýðu er helst að finna í Heilagra manna sögum og Jartetn&'
sögum og má þar greina nöturlega lífsbaráttu þar sem áheit og bæn
ir til helgra manna voru helsta haldreipi volaðra. Verst var það fó^
sett sem ekki hafði neina vist, engan átti að og varð því að vera a
53 Sama heimild, sami staður.
54 „Jarteinir úr sögu Þorláks biskups hinni ýngstu", bls. 379.
55 Sama heimild, bls. 382.
56 Einar Hafliðason, „Lárentíus saga biskups", bls. 387.
57 Jón Jóhannesson, íslendinga saga II, bls. 282.