Saga - 2003, Page 122
120
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
um og lögðu til í svonefndri Bessastaðasamþykkt frá árinu 1555 a
stofna fjóra fátækraspítala, einn í hverjum landsfjórðungi, en
heldur dræmar undirtektir hjá hinni konunglegu stjórnsýslu. Ar1
1556 barst bréf sem eftirfarandi klausa er úr: „Tykkis Kong^'
Majest. godt være, at der ingen Hospitaler skal stigtes paa Islan^'
meden at de Fattige drager omkring Landet, og söger efter deú5
Underholdning hvor de bedst kunde.. ."92 Af þessum kaldranaleg^
orðum má ráða að dönskum yfirvöldum hafi þótt fátækramál í þa°
góðu horfi hérlendis að ekki þótti ástæða til þess að hrinda ákv^ð
um kirkjuordinansíunnar í framkvæmd, enda kostaði bygging
rekstur fátækraspítala fé sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til þess a
verja til félagsmála, enda voru önnur mál, eins og t.d. dómsma'
framar í forgangsröðinni. íslensk bændaheimili voru því þær stofr
anir sem báru hitann og þungann af fátækraframfærslunni eftir s$
breytingu og höfðu hana með höndum allt fram á 20. öld.
Bréf tólf presta í Hólabiskupsdæmi sýnir að vandræðaástan
skapaðist á Hólum þegar í embættistíð Ólafs Rögnvaldssona1
(1552-1569) þar sem fátæklingar flykktust í harðindum sem geI1§^
yfir árið 1557 til Hóla í þeirri von að þar væri einhverja hjálp a
hafa:
Er það fyrir norðan í hans stikti svodan stór nauð og harðind1'
bæði til sjós og lands, að fólki liggur við dauða af hungri og
bjargleysi svo peningurinn deyr af frosti og snjófum, en fát^
ir menn deyja af fatleysi, svo að hann [Ólafur] kann varla a
halda allt stiktið með makt.93
Leggja prestarnir til að súperintendent fái að halda tíundum
skikka þeim og útdeila eftir gömlum vana og landsins nauðþur^ ■
En þegar hér var komið sögu var biskupstíundin lögð undir kon
ung og litla eða enga hjálp að hafa á biskupsstólunum, jafnvel þ°
súperintendentinn og samverkamenn hans væru allir af vilja ger
ir. Þessi heimild sýnir að ný vídd hafði bæst inn í íslenskan veru
leika, sem var algjör vanmáttur oddvita kirkjunnar að lina brá3a
hungursneyð, enda var efnahagskerfi kirkjunnar og þar með hið
92 Lmsamling for Island I, bls. 72.
93 DIXIII, nr. 155.111 samanburðar má nefna að Jón Arason segir í bréfi ffá ar
inu 1540 að mikil hungursneyð hafi gengið yfir í nokkur forliðin ár og nieI||J
hafi orðið að hjálpa fátæku fólki. Þó hafi margir dáið sem ekki komusý
góðra manna sem gátu veitt hjálp. Þarna var þó greinilega einhver von og ein
hverja hjálp að hafa, ef menn gátu borið sig eftir henni.