Saga - 2003, Blaðsíða 130
128
GUNNAR KARLSSON
Hneykslunarhellurnar: tilraun til að greiða úr flækjutn
Meginefnið í grein Sigurðar Gylfa er ádeila á það sem hann kaHar
„yfirlitshugsun" í sagnfræði. Versta gerð hennar birtist sýnileg3 1
því að vilja skrifa söguyfirlit. En eins og á eftir að koma fram héra
eftir finnst honum litlu betra þegar sagnfræðingar líta svo á að eU1
stakar sögurannsóknir eigi að nýtast í yfirlitsritum og viðurkenna
yfirlitsrit þannig í verki sem réttmæt framlög til sagnfræðinnar
greininni kemur líka fram afneitun á gildi stórsagna, því sem hefur
verið kallað grand narratives eða metanarratives á ensku (bls. 17-1®"
og verður hún ekki skilin öðruvísi en svo að höfundur vilji afnema
hvers konar heildarhugsun í sagnfræði.2 Hver saga á þá aðeins a
fjalla um eitthvað eitt, hvernig sem það verður svo afmarkað- hffc’r
er blandað saman tveimur straumum sem hefur gætt í umræðu nn1
sagnfræði síðustu áratugina, einsögustefnu (eða míkró-sögu) °0°
póstmódemisma. Eins og bent hefur verið á eiga þessir straumar
sameiginlega „andúðina á hinu almenna",3 * og úr þeirri sameig11
vinnur Sigurður kennisetningu sína. „
Sigurður Gylfi segist vera að deila á „íslensku sögustofnunina
fyrir yfirlitshugsun og skilgreinir þá stofnun (bls. 17nm) sem þairl1
hóp fræðimanna „sem hefur verið í fylkingarbrjósti sagnfræðinnar
hérlendis á tuttugustu öld, einkum þeirra sem notið hafa þess a^
sitja í föstum stöðum í háskólum á íslandi og mótað þannig 111 fc
kennslu sinni og rannsóknum þankagang þeirra sem numið na
sagnfræði." Hugtakið er sýnilega myndað sem hliðstæða við hug
tak í bókmenntaumræðu, bókmenntastofnun, sem er sögð stýra þ'1
hvað teljist markverðar bókmenntir, og virðist hugmyndin vel getí>
komið að gagni í sagnfræði líka. Aftur á móti er vert að spyrja hv°
árás Sigurðar Gylfa stefni raunverulega að íslensku sögustofnuri
inni. Á tveggja áratuga löngum ferli mínum sem yfirlits- og náms.
bókahöfundur í sagnfræði hef ég lítið orðið var við að sú iðja þý'T
standa svo mikið sem jafnfætis frumrannsóknum á frumheimn
um, hvað þá framar. í riti sem Sigurður Gylfi vitnar til hef ég raJC
hvernig „Stefna mín, að stofna iðnskóla í sagnfræði, varð einfa1
2 Sbr. Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sögunnar." Molar og mygU-
eitisögu og glataðan tíma (Reykjavík, 2000), bls. 133-134.
3 Davíð Ólafsson, „Fræðin minni. Einsaga, póstmódemismi og íslensk sa8n
fræði." Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma (Reykjavík, 2000), bls- s