Saga - 2003, Page 144
142
GUNNAR KARLSSON
óviljandi eitthvað rangt en að segja nokkurn veginn alltaf satt 611
aldrei neitt sem skiptir máli.
Nú er vafalaust hægt að nota einsögu til að bæta söguvitund
fólks, auka víðsýni þess, hjálpa því að átta sig á hvað það er og
finna sér stefnu í lífinu. En það er því aðeins hægt að viðtakendur
alhæfi sjálfir á einhvern hátt út frá einsögunum, lesi eitthvað meira
í þær en höfundurinn hefur skrifað. Og er einsögufræðingurinn þa
ábyrgðarlaus gagnvart því hvernig viðtakendur alhæfa? Svo tekU
sé dæmi munu margir segja að íslandssaga Jónasar Jónssonar handa
börnum sé fallin til að ala fólk upp í íslenskri þjóðerniskennd- E>1
hún gerir það nánast eingöngu með því að segja einsögur, af gl®®1
legum köppum og viljasterkum konum að fornu, af einstökum 111
lendum kóngum sem sóttust eftir völdum yfir landinu og mismm1
andi viðbrögðum einstakra íslendinga við þeim, af útlendum bisk
upi sem var svo slæmur að honum var drekkt í poka, af einum
lendum ræningjahópi sem rændi einu sinni í Grindavík, á Anst
fjörðum og í Vestmannaeyjum, af einum fátækum bónda sem vaí
hýddur fyrir að versla utan síns verslunarsvæðis, af örfáum i"13*11,
greindum íslendingum sem kröfðust þess að ísland yrði sjálfstsett1
ný.31 Segjum að þessar sögur væru að mestu leyti sannar sem stl^
ar, bæri Jónas þá enga ábyrgð á þeirri þjóðernishyggju sem þ3^
vekja í brjóstum lesenda?
Við erum líklega öll á svolítið hálum siðferðisbrautum þegar v
skrifum sögu, og þess vegna skiptir miklu máli að taka kröfuna ulV
hlutleysi alvarlega.
Hlutlægni, hlutleysi, huglægni, hlutdrægni
Sigurður Gylfi gerir mér heldur betur óverðskuldaðan heiður þeS
ar hann rekur hugmyndir um hlutlægni í sagnfræði á íslandi til i11111
(bls. 42). En í framhaldi af því segir hann: ^
Víst má telja að Gunnar telji sig rita sínar kennslubækur í311
hlutlægni, hann tjáir sig um þær leiðir sem menn ættu að
við ritun yfirlitsrits á borð við Kristni á íslandi og hann tekiú
verkið tíu árum síðar og gefur því heilbrigðisvottorð hlutl^S1
ar sagnfræði, enda sjálfur hlutlaus sagnfræðingur!
31 Jónas Jónsson, íslandssaga handa börnum I—II (Reykjavík, 1915-1916).