Saga - 2003, Side 158
156
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ferðir og yfir fjallvegi og óð stórár hvenær árs sem var, og 1
Reykjavfk gekk hún á milli embættismanna. Allt kom fyrir
ekki. Dómur féll Brattholtsfjölskyldunni í óhag. Árið 1928
hætti leiga fyrir fossinn að berast og gekk þá leigusamningur'
inn til baka.9
Á sumum vefsíðunum er svo bætt við atburðalýsinguna þeirn
hefðbundnu túlkun að Sigríður hafi bjargað Gullfossi: „... en Gull'
fossi var bjargað af Sigríði Tómasdóttur frá Brattholti sem höfðað'
mál ...".10 „Hennar verður ávallt minnst fyrir að hafa komið í ve§
fyrir virkjun Gullfoss."11
Ofangreindir textar, A, B og C (þannig verður vísað til þeirra
framvegis), eru merkilega ólíkir að efni og áherslum. A gefur enga
hugmynd um hvenær atburðirnir gerðust né á hve löngum tuu3
(sem er dæmigert fyrir upprifjun eftir minni), B varla heldur, neiua
með óljósri viðmiðun við aldamótin, en C lýkur sögunni á ákveðnu
ártali, auk þess sem framar í þeim texta er tilboð Bretans í Gullf°sS
ársett 1907. Aðeins A nefnir málshöfðun Sigríðar, en hinir vík]a
einnig að dómsmáli, B þegar „málið virtist tapað" og C þegar
„dómur féll Brattholtsfjölskyldunni í óhag". Einungis B nefnir
un Gullfoss sem málstað Sigríðar. Hinir tveir, eins og lýsing Þjóð'
skjalasafnsins, láta baráttu hennar beinast gegn yfirráðum útlettd'
inga yfir fossinum; sérstaklega er sú áhersla skýr í upphaflegu ger^'
inni af A (með hornklofaklausunum).
Þokkalega vel könnuð
Hér að framan er tíndur til sá fróðleikur um Sigríði í Bratthoh*
sem helst verður á vegi ferðafólks eða leiðsögumanna þess. FyHrl
frásagnir af henni eru nokkrar til á prenti, sú elsta eftir GuoU
Þórarinsdóttur frá 1953,12 og er það grunnurinn að flestu sem 11111
hana hefur verið ritað síðan. Guðríður hafði greiðan aðgang a
heimildarmönnum, þar á meðal Sigríði sjálfri, og hafði á sím1111
tíma fylgst með Gullfossmálunum sem sveitungi Bratthol15
9 Sigríðarstofa við Gullfoss, veggspjald, skoðað 9. ágúst 2003.
10 „Talnaþrætur ...", wvnv.viountainfriends.com.
11 umnv.travelnet.is/brattholt/sigridurjs.
12 Guðríður Þórarinsdóttir, „Sigríður í Brattholti". Inn til fjalla. Rit Félags Biski1!’-
tungnamanna í Reykjavík II (1953), bls. 106-129.