Saga - 2003, Síða 182
180
GÍSLI GUNNARSSON
Tvennt skal hér einkum talið til: verðmætiskenningin og ólík frarn
setning hagfræðikenninga. í fyrsta lagi studdu klassískir hagfr®
ingar vinnugildiskenninguna (labour theory of valueh Þáð var viná
an sem skapaði verðmætin enda þótt náttúran væri misgjöful og
hefði sín áhrif á framleiðslumagnið. í nýklassískri kenningu skap
ast verðmætin hins vegar á markaði; til lítils er að framleiða ver
mæti ef þau seljast ekki. Á það var lögð talsverð áhersla að viuuan
væri ekki eini framleiðsluþátturinn heldur var bætt við tveiiuur
jafngildum þáttum, fjármagni og landi (náttúru).5 Afneitun viuu11
gildiskenningar Adams Smiths var að miklu leyti tilkomin af p°
tískum ástæðum. Auðvelt var að tefla fram hugmyndum um ar
rán á vinnuaflinu á grundvelli hennar. Því létu hagfræðingar í ^est
ur-Evrópu vinnugildiskenninguna sigla sinn sjó og í staðinn koU1
kenningin um nytsemisgildi á markaði (utility theory ofvalue)-6
í öðru lagi urðu einnig skörp skil milli fylgismanna klassískrar
kenningar og nýklassískrar hvað varðar framsetningu. Síðarnefuöu
hagfræðingamir lögðu miklu meiri áherslu á notkun stærðfr*^1
legrar greiningar í kenningasmíð sinni en þeir fyrmefndu. Að vlSlí
höfðu margir klassískir hagfræðingar beitt stærðfræðilegri grelU
5 Skipting í þrjá framleiðsluþætti er raunar eldri en nytsemiskenningin
(utility
theory) í hagfræði. David Ricardo (1772-1823) nýtti þannig þessa skiptinSu
hagfræði sinni þótt hann aðhylltist mjög eindregið vinnugildiskennin2u
Adams Smiths. Raunar má telja að franski hagfræðingurinn Jean Baptiste Sa)
(1767-1832), sem ekki aðhylltist vinnugildiskenningu Smiths, hafi verið he 5
höfundur þessarar þrískiptingar framleiðsluþáttanna í vinnu, fjármagn
land. Hér sannast hið fornkveðna að allt er þegar þrennt er, jafnt í trú á þríein
an guð sem í hagfræði. Afturhaldssami þýski hagfræðingurinn Adam
(1779-1829), sem varði hagsmuni lénsaðals og landeigenda og nasistar m*r
síðar mikið, bjó til s£na útgáfu af þrenningu framleiðsluþáttanna en þeif vorU.
að mati hans náttúran, maðurinn og fortíðin (sbr. Eric Roll, A History
Economic Thought (Oxford, 1973,4. útg.), bls. 224). Nýlega kynntu þeir Þorval
ur Gylfason og Gylfi Zoéga nýja þrenningu framleiðsluþátta: mannauð, hlul
bundinn auð og félagsauð (human capital, physical capital og social capitah' sja
„Education, Social Equality and Economic Growth: A view of the Landscap*• '
grein samin vegna CESifo-ráðstefnu um Globalization, Inequality and “
Being í Múnchen, 8.-9. nóv. 2002. Final version: 28 January 2003, bls. 19/ sla
einnig heimasíðu Þorvaldar: www.hi.is/~gylfason/ritaskra.htm). í n'ut.
drægni minni finnst mér síðastnefnda skilgreiningin á hagfræðiþrenningunnl
vera sú snjallasta.
Eric Roll, History ofEconomic Thought, bls. 318.