Saga - 2003, Page 194
192
GÍSLI GUNNARSSON
Kostir sögulegrar síðpróunar
Eitt meginþema bókarinnar Byggðir og búseta er að sýna hve hröð
nútímavæðing íslensks samfélags hafi verið í alþjóðlegum sarna11
burði. Hún hafi hafist um 1880-1890 og verið langt komin um 1930-
Hér er erfitt að meta upphafsárið. Ýmislegt gerðist um 1880 st'lTl
stuðlaði að nútímavæðingu (fjölgun á skútum, stofnun sparisjóö3
og banka, hlutfallsleg fjölgun íbúa í þéttbýli, aukin verslun og 1
kjölfar hennar bættar samgöngur). En sú tæknibreyting sem endur
skapaði íslenskt samfélag hófst ekki fyrr en á fyrsta áratug 20.
ar. Árið 1930 urðu engin sérstök tíðindi í atvinnuháttum eða hu
skaparháttum landsmanna. Ef mannfjöldinn ætti að ákveða lokaar
ið væri árið 1925 skynsamlegra val en þá fór hann fyrst yfir 100 þuS
unda markið. Ef tekju-, atvinnu- og búsetubreytingar ættu a
ákveða lokaskeið nútímavæðingar væri skynsamlegt að miða V1
tímabilið 1938- 1945.38
Höfundar bókarinnar Byggðir og búseta telja sem sagt að nútíma
væðing íslands hafi tekið 30 ár og sennilega er það, þrátt fyrir ha-'p
in upphafs- og lokaár þeirra, þokkaleg ágiskun. Til samanburðar
nefna höfundar að þessi þróun hafi staðið í 90 ár í Bandaríkjunuiu
en aðeins 20 ár í Suður-Kóreu (1970-1990). Hér er sem sagt komi
mjög skýrt dæmi um hagsögukenninguna sögulega sfðþróun, seI°
bandaríski fræðimaðurinn Alexander Gerschenkron hefur útskyr
manna best: Því seinna sem ríki nútímavæðist, þeim mun hraðaþ
verður nútímavæðingin; nýjasta tækni við framleiðslu er tekm
notkun, gömul tækni er ekki til staðar og því ekki til trafala.39 hi°
undamir minnast aðeins á þetta fyrirbæri einu sinni í sérstöku sam
hengi, að á íslandi hafi ekki orðið til litlir og óhagkvæmir þéttbýhs
staðir í sama mæli og t.d. á Nýfundnalandi, sem myndast höfðu þar
í landi þegar árabátar og þilskip voru einu atvinnutækin. Skútuöl
in stóð tiltölulega stutt á íslandi og því var það vélvæðing í sjávar
útvegi sem mótaði íslenskt þéttbýli meðan þilskipin léku það hlut
verk víða erlendis.40
38 Guðmundur Jónsson, Hagvöxtur og iðnvæðing. Þróun landsframleiðslu á ísia1^
1870-1945 (Reykjavík, 1999), t.d. bls. 159-164,174-179,387.
39 Alexander Gerschenkron, Economic Backwardness in Historical Perspecttve-
Book ofEssays (Cambridge, 1966). ^
40 Byggðir og biíseta, bls. 44. Þar vísa höfundar í grein mína, „Frá úthöfnuw