Saga - 2003, Page 201
FRÁ UPPSTILLINGU TIL HÖNNUNAR
199
°§ frásögn sýninganna.3 í þeirri rýni sem hér fer á eftir hyggst ég
reyna að hafa efnistökin sem almennust og líta á sýninguna með
augum hins almenna sýningargests. Til hliðsjónar verður þó einnig
a^ nokkru marki stuðst við hugmyndir og kenningar sem koma
ham í skrifum á sviði safnafræða og taka til mats og rýni á sýning-
Llrn safna.4 Þannig má segja að reynt sé að fjalla um sem flesta þætti
sýningarinnar, bæði umgjörð og efni hennar.
Sýningin Saga Reykjavíkur — stiklað á stóru
^egar árið 2000 nálgaðist og vitað var að Reykjavík yrði ein af
^nningarborgum Evrópu var ákveðið að Árbæjarsafn skyldi
sfanda fyrir veglegri sýningu á sögu Reykjavíkur, allt frá upphafi
I okkar daga. Þetta var sannarlega metnaðarfullt verkefni, sér í
Ia§i í ljósi þess að sögu höfuðborgarinnar hefur í raun ekki verið
§erð skil á þennan máta fyrr, að minnsta kosti ekki á síðari árum.
J°ldi fólks kom að gerð sýningarinnar, ráðgjafar á sviði sögu
'eykjavíkur, hönnuðir, textasmiðir og iðnaðarmenn. Þessari sýn-
mgu er ætlað að vera ein af grunnsýningum Árbæjarsafns og hún
J^yndar nokkurs konar inngang að safninu og sögu Reykjavíkur.
uafa verður í huga að í raun og veru er allt sýningarsvæði Árbæj-
arsafns hluti af sýningunni, þó svo að sýningin sem slík sé aðeins
1 einu tilteknu húsi. Hér verður eingöngu fjallað um þessa tilteknu
Á'ningu, sem staðsett er í því húsi á Árbæjarsafni sem nefnist
^kjargötuhúsið.
Því sambandi er stundum rætt um „intellectual accessability" sem hugsan-
kga má þýða sem efnislegt aðgengi. Þetta snýst um aðgengi að innihaldi og
frásögn sýninganna, svo sem hvort krafist er mikillar bakgrunnsþekkingar og
hvort orðalag og framsetning er of flókin til að vera öllum skiljanleg.
^fór má til dæmis nefna gátlista Gaynors Kavanaghs sem nær yfir safnaheim-
soknir (Gaynor Kavanagh, „Visiting and evaluating museums", Museum
Provision and Professionalism. Ritstjóri Gaynor Kavanagh (London, 1994), bls.
90-94). Sömuleiðis verður stuðst við hugmyndir bandarískra og ástralskra
samtaka sem beita sér fyrir auknum gæðum og gæðamati safnasýninga. Að-
k'rðafræði þeirra má finna á heimasíðum samtakanna, annars vegar Excellent
Hdges (A Tool for Judging Excellence of Museum Exhibitions, www.excellent-
JOdges.org) og hins vegar EVR SIG (Evaluation and Visitor Research Special
Hterest Group, www.amol.org.au/evrsig).