Saga - 2003, Page 204
202
GUÐBRANDUR BENEDIKTSSON
sviði á 19. öld. Þar getur að líta sýnishorn af munum sem tengdust
verslun, svo sem lóð og peningaseðla, en einnig konunglegar til'
skipanir og fleiri skjöl. Þar á eftir kemur efni sem tekur á uppbýgS'
ingu stjórnsýslunnar í Reykjavík á sama tímabili og nefnist einfalb'
lega 19. öld: Stjórnsýsla og embættismenn t höfuðstað. Þar er meða
annars gerð grein fyrir tilkomu ýmissa stofnana í Reykjavík, svo
sem með endurreisn Alþingis, flutningi Lærða skólans og stofm111
Prestaskóla. Auk þess er fjallað um „ævintýri" Jörundar hunda-
dagakonungs, er hann tók stjórn landsins í sínar hendur árið 180^
Þessi þróun er sett í samhengi við þær breytingar sem áttu sér sta
erlendis, einkum í Danmörku. Frásögnin er borin uppi af myndurn
og meðal annars gefur að líta afrit af elstu ljósmyndum frá Reyk]a'
vík, sem teknar voru í leiðangri franskra vísindamanna til íslands
árið 1846.
Sjávarútvegur var ein af undirstöðunum að vexti Reykjavíkur
og þessum þætti eru gerð skil í þeim hluta sýningarinnar sem nefn
ist 19. öld: Sjósókn og tómthúsmenn. Þar er rakin þróun tómthuS'
mennsku og árabátaútgerðar til þéttari byggðar og þróaðri útgerð'
ar á þilskipum. Það má segja að allvel hafi tekist til við hönnun 1
þessu rými, þrátt fyrir að þessum hluta sýningarinnar sé komið fyr'
ir á heldur þröngum gangi.
í þeim hluta sýningarinnar sem nefnist 1870-1918: HöfuðstaðW 1
náttd við nýja tíma er fjallað um tímabilið þegar sjálfstæðisbarátta 1S'
lendinga var í hámarki, jafnframt því sem Reykjavík fór að taka a
sig ákveðin einkenni bæjar og jafnvel má segja að viss borgarem'
kenni hafi komið í ljós.
í framhaldi af þessu herbergi ganga sýningargestir inn í rýnl1
sem hannað hefur verið fyrir skyggnusýningu. Ástæða þess að þa°
rými er látið koma á undan næsta hluta sýningarinnar, sem fjallar
þó um tímabilið á undan, er væntanlega sú að vegna stærðar hent-
ar þetta herbergi fyrir slíka sýningu. Engu að síður er þannig gen8'
ið frá hnútunum að flæði um sýninguna er á þann veg að gestir
þurfa ekki að stoppa við skyggnusýninguna, heldur geta þeir skoð'
að síðasta hluta sýningarinnar á undan. Sá hluti nefnist 1918-1945-
Vélvæðing og sérhæfing. Þar er einkum fjallað um þróun iðnaðaT
meðal annars fiskiðnaðar og innlends smáiðnaðar, auk verslunar'
en ein helsta forsenda þessa var tilkoma virkjana og rafmagns.
Sá hluti sýningarinnar sem kemur síðastur, a.m.k. efnisleg3'
nefnist 1946-2000: Reykjavík nútímans og er þar um að ræða áður'