Saga - 2003, Page 206
204
GUÐBRANDUR BENEDIKTSSON
tala um staði sem hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn) undir kraft'
mikilli tónlist sem vekur upp þjóðernistilfinningu.6
Það er ekki hægt að fjalla um sýningu Árbæjarsafns án þess að
minnast á að sýningunni fylgir einkar vegleg og góð sýningarskra,
sem er ákaflega eigulegt rit. Þá ber að nefna að á Netinu er vefsíða
sýningarinnar, sem unnin var af margmiðlunarfyrirtækinu Anok-
Vefsíðan er auðsjáanlega nokkuð byggð á sýningarskránni og er
sömuleiðis vel heppnuð. Bæði sýningarskráin og vefsíðan falla vel
að efni og umgjörð sýningarinnar og segja má að þetta samspil se
til mestu fyrirmyndar, auk þess sem þar má finna ýmsar greinar-
góðar upplýsingar, svo sem yfirlit yfir alla þátttakendur í gerð sýn-
ingarinnar. Þar má einnig lesa ávörp bæði þáverandi borgarstjora
og borgarminjavarðar, þar sem markmiðið með sýningunni kemur
meðal annars fram og það hvaða hugmyndir lágu að baki henni- Eg
tel að efni af þessum toga sé mikilvægt og gefur það sýningum
ótvírætt aukið vægi og notagildi, þar sem gestir geta skoðað skrána
eða síðuna jafnt fyrir sem eftir heimsókn á sjálfa sýninguna. Þannig
geta sýningargestir undirbúið sig fyrir heimsóknina og vitað að
hverju þeir ganga. Eins má segja að vandaðar og vel gerðar sýning'
arskrár og vefsíður gefi sýningum að vissu leyti framhaldslíf, um-
fram hinn afmarkaða sýningartíma.
Umgjörð og efni
Það má draga lýsingu á samsetningu sýningarinnar saman á ein'
faldan hátt og segja að hún samanstandi af uppstillingum á grlP'
um, skjölum og myndum, eftirlíkingum og hönnuðu sýningarefn1,
svo sem textaspjöldum, kortum og myndum. Þessi samsetning er 1
flesta staði vel heppnuð og þannig tekst að mynda heillega frásögn-
Almennt má segja að hönnun sýningarinnar sé vel unnin, hún er
áferðarfalleg og smekkleg. Það verður að benda á að á stöku stað
voru skýringartextar skrifaðir með daufu letri á dökkan bakgrunn
6 Þegar ég skoðaði sýninguna fyrst, skömmu eftir opnun, var síðasti hluti henn
ar í salnum á fyrstu hæð hússins (gegnt skála Ingólfs). Þar var fjallað uin
Reykjavík samtímans, meðal annars um tölvur. Það vakti því athygli mína a
þessum lokahluta sýningarinnar hafði nú verið kippt burt og er vart nokkur
eftirsjá að honum, þar sem efnissviðið var heldur óskýrt og framsetning111
markmiðslaus.