Saga - 2003, Page 207
FRÁ UPPSTILLINGU TIL HÖNNUNAR
205
°g voru þar af leiðandi illa læsilegir við þá lýsingu sem þar var.
Þetta var einna helst áberandi í þeim hluta sýningarinnar sem fjall-
aði um Viðey. Þá voru dæmi þess að skýringartextar vísuðu á sýn-
mgargripi sem af einhverjum ástæðum voru ekki til staðar. Sem
dæmi um slíkt má nefna mjölsekk í verslunarhlutanum. Þetta er
nokkuð bagalegt en starfsfólk safnsins á ekki í nokkrum erfiðleik-
Urn með að kippa slíku í liðinn.
Það verður vart hjá því litið að sýningarrýmið hentar í raun og
Veru ekki undir sýningu af þessari stærð. Þótt Lækjargötuhúsið sé
st*rsta og trúlega glæsilegasta bygging Árbæjarsafns er það bæði
þröngt og lítið þegar það fær hlutverk sem þetta og þá eru ónefnd-
lr þættir eins og slæmt aðgengi fyrir hreyfihamlaða eða sjónskerta.
^ins má draga í efa að sýningin geti tekið við stórum hópum gesta,
hvort heldur skólabama eða ferðamanna. Það verður að teljast
^agalegt að minjasafn Reykjavíkurborgar skuli ekki geta boðið íbú-
Um borgarinnar og gestum upp á betri aðstöðu á yfirlitssýningu
yfir sögu borgarinnar. Það má jafnvel segja að bæði húsi og sýningu
Se gerður nokkur óleikur með því að tefla þessu svona saman. En
hvað var til ráða, fyrst á annað borð var ákveðið að nota þetta hús?
Því má velta fyrir sér hvort það hefði á einhvem máta verið hægt
hanna sýninguna betur í því rými sem var fyrir hendi. Það verð-
Ur að teljast ósennilegt þar sem augljóslega hefur verið lögð mikil
vmna í að hanna sýninguna fyrir þetta rými og margt tekist harla
Vel. Því er varla ástæða til að agnúast frekar út í þann þátt.
Á þessari sýningu hefur ekki gefist mikið svigrúm til þess að
k^Ua á virkni sýningargesta, svo sem með gagnvirkum miðlunar-
húnaði. Það er miður, þar sem sýnt hefur verið fram á að „óform-
^gt nám", eða nám utan skólastofu, t.d. á söfnum, er einna helst
fólgið í því að sýningargestum gefist færi á að handleika gripi og
fakast á við ýmsa hluti.7
Óneitanlega verður að gefa því gaum hvemig munir á sýning-
Urmi eru settir fram, svo og hvemig frágangurinn er með tilliti til
^mfna um varðveisluskilyrði. Þá þarf að velta því fyrir sér hvort
Sripunum stafi hætta af sveiflum á hita- og rakastigi eða hvort
^röguleiki er á að gestir geti skemmt þá eða jafnvel stolið þeim. Það
^ Sjá til dæmis: Jessica Davis og Howard Gardner, „Open windows, open
doors", The Educational Role of the Museum. Ritstjóri Eilean Hooper-Greenhill
(London, 1999,2. útg.), bls. 99-104.