Saga - 2003, Page 213
MÁR JÓNSSON
Handritin heima
Af sýningu og bók
Heiti: Handritin, sýning Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi í Þjóð-
^enningarhúsi við Hverfisgötu í Reykjavfk.
Opnunardagur: 5. október 2002.
Uppsetning: Sviðsmyndir ehf.
Höfundar sýningar: Gísli Sigurðsson og Steinþór Sigurðsson.
Sýningarnefnd: Hersteinn Brynjólfsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Ólöf Bene-
diktsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Svanhildur Gunnarsdóttir og Vésteinn
Ólason.
Sýningarbæklingur: Handritin. Saga handrita og hlutverk um aldir [einnig
á dönsku, ensku, þýsku, frönsku og spænsku].
Sýningarbók: Handritin. Ritgerðir um íslensk miðaldahandrit, sögu peirra og
úhrif. Ritstjórar Gísli Sigurðsson og Vésteinn Ólason. Stofnun Áma Magn-
ússonar á íslandi. Reykjavík 2002.194 bls. Myndir.
Vefsíða: www.am.hi.is/handritinheima
Og nú þegar þau hafa loksins fundið tryggan stað í eld- og jarð-
skjálftavörðu neðanjarðarbyrgi þar sem þau dvelja við hárrétt hita-
og rakastig í umbúðum sem jafnvel tímans tönn vinnur ekki á, er
ekkert sem getur ógnað þeim nema fimbulkraftur tómlætisins, eyð-
ingarmáttur sinnuleysisins, uppblástur andleysisins}
bandrit geta verið svo ótal margt. Þau eru hlutir sem hægt er að
halda á, snúa í hringi og virða fyrir sér, jafnvel skemma. Þau urðu
við ákveðnar aðstæður og misgóðir fagmenn komu að verkinu,
Pokkuð sem hægt er að meta. Langan tíma tók að búa þau til. A sín-
Urr> tíma kostuðu þau mikið og ýmist voru þau ætluð til aflestrar
^ Pétur Gunnarsson, „Okkar hlutur." Handritin. Ritgerðir um íslensk miðaldahand-
dt, sögu peirra og áhrif. Ritstjórar Gísli Sigurðsson og Vésteinn Ólason (Reykja-
vík, 2002), bls. 188.
SaS» XLI:2 (2003), bls. 211-222.