Saga - 2003, Page 214
212
MÁR JÓNSSON
eða skrauts. Þau bera menningu samtíma síns skýrt vitni, jafnt ein-
stök handrit sem hópar handrita. Það á við um útlit þeirra og hönn-
un, en ekki síður skreytingar og skrift, að ógleymdum textanuin
sem á þeim er. Óþarflega oft er hann talinn mikilvægastur og hand-
rit þá einungis metin sem vitnisburður um texta. Hér á landi er
málum svo háttað að handrit skipa háan sess í þjóðlegri og menn-
ingarlegri vitund jafnt almennings sem yfirvalda, líkast til hærri en
víðast annars staðar. Því veldur gróskumikil bókmenning miðalda
og þokkaleg varðveisla handrita frá þeim tíma, sem og það að end-
urheimt verulegs hluta þeirra frá Kaupmannahöfn að fengnu sjálf'
stæði varð mikið hitamál í samskiptum íslands og Danmerkur. En
nú er skiptingu handritanna lokið og rétt að taka til við að skil'
greina þátt þeirra í menningu og söguskilningi íslendinga til fram'
tíðar. Framtak Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi og ríkiS'
stjórnar íslands, sem birtist í sýningu í Þjóðmenningarhúsi og sý11'
ingarbók, er liður í því starfi. Þetta er lofsvert framtak en ekki gallæ
laust.
Varðveislustofnanir handrita og skjala hér á landi gegna meðal
annars því hlutverki fyrir þjóðina að skilgreina mikilvægi þeirra
gagna sem þær geyma. Það gera þær með sýningum, bókaútgáfm
greinum í dagblöðum og fleiru. Sú ímynd sem stofnanirnar halda
að alþýðu manna mótar opinbera vitund þjóðarinnar hvar sem hún
birtist, til að mynda í skólabókum og hátíðarræðum, að ekki se
minnst á ritsmíðar ætlaðar erlendum ferðamönnum. Fyrir vikið er
brýnt að unnið sé af víðsýni að kynningarefni og jafnframt reyid
eftir megni að gleðja væntanlega lesendur og áhorfendur með nýj'
ungum. Nú á dögum er auk þess rétt að segja frá því hvernig þekk'
ing er til komin og hvernig hún kann að hafa þróast, til dæmis við
ágreining fræðimanna. Tími sléttrar og felldrar umfjöllunar er Eð'
inn. Við viljum sjá saumförin og vita af því sem ekkert er vitað um
ennþá. Hvers vegna er texti handrita misgóður? Hvers vegna er
efnasamsetning á íslensku bleki óþekkt?
Þessar spurningar og miklu fleiri vakna við lestur bókarinnar
sem hér er til umfjöllunar og kom út á fyrsta degi nýrrar handrita'
sýningar í Þjóðmenningarhúsinu. Þar er formáli Vésteins ÓlasonaF
forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, og síðan t
greinar, hver um 10-20 blaðsíður að lengd. Bókin er hin álitlegasta/
líkt og sýningin sem hún fylgir. Einkum gleðja ljósmyndir JóhönnU
Ólafsdóttur augu lesenda, ekki síst hópmyndir af handritum 1