Saga - 2003, Síða 215
HANDRITIN HEIMA
213
gömlu bandi eða þá portrett af stöku handritum í heilu lagi (bls. ii,
Í9, 49, 61, 99,117,143), nú eða af blaðsíðum eða opnum sem sýna
misgott ásigkomulag handrita (bls. 42-43, 48, 58, 82, 83, 186,
191-193). Litgreining er góð. Áhugaverða upphafsstafi ber fyrir
augu (bls. vii, 12, 16, 31, 36, 52, 53, 54, 60, 119) og nærmyndir af
skrift og myndum sem sýna formskyn hönnuða, málara og skrifara
(bls. x, 15, 20, 22, 47), einnig hvernig strikað var fyrir línum með
þurrum oddi eða bleki (bls. 50, 118) og hvemig skrifarar leiðréttu
lexta við yfirlestur (bls. 56) eða skrifuðu eða teiknuðu utan um göt
(bls. 154, 168). Athygli vekur Reykjabók Jónsbókar frá síðari hluta
lb. aldar (AM 345 fol.), en þar em magnaðar myndir á spássíum,
uieðal annars af brúðkaupsreið, skjalalestri og manni sem dettur af
bestbaki, með meim (bls. 24, 33, 39), sem og dásamlegar myndir af
söguhetjum fornsagna og kvæða úr handritum frá 17. og 18. öld
(bls. 9, 76-77,80,81,178,181-182,185). Bókarhönnuður nýtir skraut
Ur handritum skemmtilega á spássíum og umbrot er vel heppnað.
blt er þó að ekki skuli vera myndaskrá, sem þarf að vera í bók með
Ualægt 150 myndum. Myndatextar em ekki nógu nákvæmir í þess-
unr tilgangi og dálítið ósamræmi er í upplýsingum sem þeir veita.
^tundum er safnmarks handrits getið og stimdum ekki. Á fáeinum
stöðum er ljósmyndara getið en oftar ekki. Þess er ekki getið hvað-
au myndir úr erlendum bókum em fengnar og engar upplýsingar
fylgja myndum af því þegar Flateyjarbók og Konungsbók Eddu-
bvæða komu til landsins á dönsku varðskipi 21. apríl 1971.
Greinarnar allar með tölu em þægilegar aflestrar, texti lipur, stíll
uotalegur og frásögn skilmerkileg. Fyrstur skrifar Gísli Sigurðsson
Uru sögur, kvæði og fræði í manna minnum (bls. 1-11), síðan Svan-
bildur Óskarsdóttir um kirkju og ritmenningu (bls. 13-23), en þá
^ésteinn Ólason um samfélag og bókmenningu (bls. 25-41). Þessar
8reinar í sameiningu veita prýðilegt yfirlit yfir íslenska ritmennt á
^tiðöldum, reyndar aðeins fram um miðja 14. öld, og til að mynda
§ieymast riddarasögur alveg. Örlítið er um endurtekningar en ekki
þannig að það raski ró lesenda.
Að þessum bálki loknum kemur afbragðsgóð grein eftir þær
Soffíu Guðnýju Guðmundsdóttur og Laufeyju Guðnadóttur um
ókagerð á miðöldum (bls. 45-61). Vel er unnið úr efninu en tekið á
al'tof mörgum atriðum, alveg frá skinnaverkun og bókfellsgerð að
Áriftarhraða og myndskreytingum. Nálgun er frumleg, fræðandi
°8 vönduð, en þó má finna að notkun höfunda á orðinu „örk". Á