Saga - 2003, Page 217
HANDRITIN HEIMA
215
kvæmari tengingu textans við vel valdar ljósmyndir sem fylgja
grein Soffíu og Laufeyjar. I annarri grein hefði átt að taka skreyting-
ar og lýsingar fyrir sérstaklega, en ekki bara á þremur blaðsíðum
(bls. 58-60). Á sýningunni, og í bókinni, sést að mörg íslensk hand-
rit geyma undurfagrar myndir. Þetta vill almenningur vita meira
um. Umfjöllun um skreytingar og lýsingar í bókinni er því stórum
ábótavant og má til samanburðar nefna að í bæklingi sem kom út í
fílefni af sýningu á íslenskum handritum og bókum í Pierpont
Morgan safninu í New York árið 1982 var 13 blaðsíðna grein um
myndlist í íslenskum handritum eftir Björn Th. Björnsson.3 Betra
hefði verið að þýða greinina en að hafa svo lítið um þetta efni sem
raun ber vitni. í þriðju greininni hefði svo mátt taka skrifara og
skrift fyrir, að hluta til með sama hætti og Guðvarður gerir, en með
itarlegu máli að auki um skrifaraskóla og annað sem rannsóknir
fræðimanna á borð við Stefán Karlsson, Ólaf Halldórsson, Peter
Foote og Karl Gunnar Johansson hafa leitt í ljós. Öll sú þekking er
böfð að engu í þessari bók, svo furðulegt sem það kann að virðast
af hálfu Ámastofnunar. Sama gildir um þau merku vísindi sem fást
við að rekja tengsl handrita sín á milh og hafa dafnað ágætlega en
nokkuð óskipulega í inngöngum að alvarlegum textaútgáfum. Þau
grundvallarfræði em hvergi nefnd á nafn! Á einum stað tekur Vé-
steinn Ólason svo til orða að texti Melabókar Landnámu sé „ekki
góður" (bls. 31), en hvað á hann við? Er stíllinn tilþrifaminni en í
öðrum handritum ritsins eða er átt við að greinilega sé nokkuð um
a& textinn sé brenglaður vegna þess að skrifari hefur ekki vandað
sig eða kunnað til verka? Hér rekst lesandi á vegg í riti sem ætlað
er fræðsluhlutverk.
Grein Sverris Tómassonar um endursköpun bókmenntaverka í
handritum (bls. 73-80) er framhald af bókmenntabálkinum í upp-
hafi bókar og langferskust þeirra greina. Farið er undir yfirborðið
°g hugað að því hvernig einn texti sprettur af öðmm og hvernig
skrifarar löguðu texta að eigin hugarheimi og samtíð, sumir hóflega
er> aðrir óhóflega. Þessi grein hefði þurft að vera tvöfalt lengri. Að
herrni lokinni taka svonefndar viðtökurannsóknir við og er sá bálk-
fír fyrirferðarmestur í bókinni eða réttur helmingur hennar. Sigur-
geir Steingrímsson gerir Áma Magnússyni handritasafnara skil og
3 Icelandic Sagas, Eddas, and Art. Treasures illustrating the greatest mediaeval literary
heritage ofNorthern Europe (New York og Reykjavík, 1982), bls. 26-38.