Saga - 2003, Page 220
218
MÁR JÓNSSON
GKS 1005 fol. Flateyjarbók (annað bindið)
GKS 2365 4to. Konungsbók Eddukvæða
GKS 2367 fol. Konungsbók Snorra Eddu
AM 113 b fol. íslendingabók með hendi séra Jóns Erlendssonar
AM 132 fol. Möðruvallabók
AM 133 fol. Kálfalækjarbók Njálu (tvö blöð)
AM 162 A þeta fol. Egils saga (brot)
AM 227 fol. Stjórn
AM 334 fol. Staðarhólsbók Grágásar
AM 350 fol. Skarðsbók Jónsbókar
AM 371 4to. Hauksbók (einn þriðji hluti)
AM 462 4to. Egils saga með hendi séra Ketils Jörundssonar
AM 432 12mo. Margrétar saga
AM 434 d 12mo. Galdrakver
SÁM 66. Melsteðs Edda með hendi Jakobs Sigurðssonar
Handritin eru 15 en aðeins 11 frá miðöldum: þrjú frá 13. öld, sjö fra
14. öld og eitt frá 15. öld. Ekki geta það talist vera mörg handrit og
til samanburðar má nefna að á sýningunni í Pierpont Morgan voru
15 handrit og skjöl á skinni, þar af átta Jónsbækur, en að auki fjögur
pappírshandrit og sjö prentaðar bækur íslenskar frá 16. og 17. öld. I
fylgiriti þeirrar sýningar er í lokin skrá yfir sýningargripi, nokkuð
sem jók gildi hennar á sínum tíma og ekki síður eftir að sýningin var
tekin niður. Á víkingasýningunni miklu í París, Berlín og Kaup-
mannahöfn árin 1992-1993 voru 12 íslensk handrit, þar af 10 á skinru.
Hverju þeirra er lýst í stuttu máli í glæsilegu fylgiriti og ljósmyndir
fylgja af einni blaðsíðu úr hverju þeirra.5 Ekki er nú munur á fjölda
mikill og strangt tekið eru á sýningunni Handritin sárafá handrit,
sem þar að auki segja afar takmarkaða sögu um íslensk handrit a
miðöldum, hvað þá frá síðari öldum. Ef til vill réðu öryggissjónar-
mið þessu og það að sýningin er ekki í sama húsi og sjálf handrita-
geymslan. Kannski hefði átt að flytja Stofnun Ama Magnússonar i
Safnahúsið, sem kom víst til greina fyrir nokkrum árum, en nú verð-
ur að bíða eftir því hvort stjómvöld standa við ólíkindaleg fyrirheit
um að byggja við Þjóðarbókhlöðu húsnæði undir handrit, að við-
bættri góðri sýningaraðstöðu. Og eftir því sem ég hugsa oftar til
5 Icelandic Sagas, Eddas, and Art, bls. 71-84. —Viking og Hvidekrist. Norden og
Europa 800-1200. Ritstjóri Else Roesdahl (Kaupmannahöfn, 1993), bls. 218-219/
314-315,361 og 363-365.