Saga - 2003, Qupperneq 225
RITDÓMAR
FORNIR TÍMAR. SPOR MANNSINS FRÁ LAETOLI TIL REYKJA-
VÍKUR 4.000.000 F. KR. TIL 1800 E. KR. Ritstjóri og aðalhöfundur
Gunnar Karlsson. Aðrir höfundar Brynja Dís Valsdóttir, Eiríkur K.
Björnsson, Ólafur Rastrick, Sesselja G. Magnúsdóttir, Sigríður Hjördís
Jörundsdóttir, Sigurður Pétursson. Mál og menning. Reykjavík 2003.
384 bls. Myndir, uppdrættir, kort, mynda-, nafna- og hugtakaskrá.
Hér er um að ræða fyrirferðarmikið og metnaðarfullt verk, beinlínis gert til
þess að vera kennslubók í áfanganum SAG 103 á framhaldsskólastigi.
Gunnar Karlsson er höfundur Islandssöguhlutans og inngangs- og yfirlits-
kafla auk þess að vera ritstjóri verksins, en hinir höfundarnir sex fjalla um
almenna sögu. I formála gerir Gunnar grein fyrir því að bókin sé sniðin að
íyrirmælum aðalnámskrár. Á eftir formála kemur dálítill kafli sem nefnist
/,Að læra sögu og læra af sögu".
Eins og mælt er fyrir um í aðalnámskránni eru efnisflokkar ritsins sex.
Þar af er rætt um tímabilið, sem í bókinni er nefnt árnýöld, og aðdraganda
þess (um 1500-1800) í fjórum köflum. í námskrá er sagt að velja beri (til
kennslu) markmið úr þremur efnisflokkum hið minnsta, og til að mæta
þeirri hugmynd er í þessari nýju bók að finna allyfirgripsmikla inn-
gangskafla að hverjum hinna fjögurra seinni þátta bókarinnar. Má þá láta
nægja að kenna innganginn einan í einhverjum tilvikum. Þessi aðferð er
heppileg vegna þess að bókin er of löng til þess að hana sé unnt að kenna í
heild til prófs í áfanganum.
Fornaldarþátturinn er hinn næstlengsti af þáttum bókarinnar, og fær
grísk menning þar einna mest rými, t.d. er býsna rækilega fjallað um gríska
goðafræði. Saga Rómaveldis fær miklu minna pláss, og vekur athygli að
ekki er fjallað um tímabil kjörkeisaranna, hvorki um hið athyglisverða
valdakerfi á þeim tíma né nokkurn einstakan keisara, enda þótt margir álíti
að tímabil þeirra hafi verið eitt hið merkasta í sögu Rómaveldis.
Miðaldaþátturinn er lengsti þáttur ritsins, enda kemur þá íslandssagan
tíl skjalanna og tekur yfir um tvo þriðju hluta þáttarins, en reyndar er Norð-
urlandasaga nokkuð fléttuð saman við hana. Deila má um hvort þetta séu
eðlileg hlutföll, t.d. er þama þriggja blaðsíðna undirkafli um íslenska
sagnaritun, en um það efni er einnig rækilega fjallað í skylduáfanga í íslensku
1 framhaldsskólum. — Hér skulu gerðar tvær athugasemdir við efnisatriði
Saga XLI-.2 (2003), bls. 223-2