Saga - 2003, Side 226
224
RITDÓMAR
í þessum þætti. Sagt er að borgamyndun hafi víða fylgt í kjölfar kristni (bls.
129 og sérstaklega á bls. 165). Þetta átti örugglega ekki við á Islandi og tæp'
lega annars staðar heldur. Borgamyndun á miðöldum hlýtur einkum að
hafa stafað af fólksfjölgun. Flutningar landnámsmanna til íslands hafa
sennilega stafað að talsverðu leyti af sömu orsök, en þó er ekki minnst a
fólksfjölgun sem orsök landnáms þar sem það mál er rætt (bls. 106).
Þátturinn um nýja heimsmynd í upphafi nýaldar gengur mest út á siða-
skipti, endurreisn og húmanisma, en nokkuð út á landafundi og vísinda-
byltingu. Flest er hér mjög hefðbundið. íslensk saga, allt til Áma Magnús-
sonar, fyllir um helming síðnanna.
Þátturinn um líf í sveitum og borgum, sem kemur næstur, hefst á til-
tölulega löngum inngangskafla, og virðist líklegt að margir kennarar muni
láta nægja að kenna hann en ekki aðra hluta þáttarins. Þar með er ekki sagt
að þátturinn í heild sé ekki athyglisverður. Hér er t.d. rækilega rætt um það
sem lesa má út úr manntalinu 1703 um íbúa Islands. Búskapur og fæðuteg-
undir eru einnig til umræðu. Þar virðist reyndar gæta nokkurs ósamræni-
is, þegar talað er um fiskneyslu íslendinga, því að fyrst er sagt að fiskur hafi
hér verið mikilvæg fæða, og innanlandsneysla jafnvel um 300 kg af óverk-
uðum fiski á íbúa á ári, enda hafi harðfiskur verið aðalfæða verulegs hluta
þjóðarinnar. í töflu á næstu síðu segir hins vegar að fiskur hafi aðeins ver-
ið um 10% af fæðu íslendinga (bls. 244), eða jafn stór hluti og innfluttur
kommatur. Undirritaður spyr sjálfan sig og aðra hvort tölur í þessari töflu
fái staðist. — Á óvart kemur einnig í þessum efnisþætti ritsins furðuræki-
leg umfjöllun um danskunnáttu Lúðvíks 14.
í næstsíðasta efnisþættinum, um ríki og þegna, em tekin dæmi
franska ríkinu og því pólska þegar fjallað er um evrópskt ríkisvald. Undir-
ritaður leyfir sér að nefna að þar er einhver ruglingur varðandi faðemi Lúð-
víks 14. (bls. 279). Einokunarverslunin hérlendis og 30 ára stríðið fá talsvert
rými, svo og einveldið á íslandi og Norðurlöndum og hagfræði einveldis-
Innréttingarnar á íslandi, móðuharðindi og stjórnsýslubreytingar hérlend-
is um 1800 em til umræðu, eins og vænta mátti.
Lokaþáttur ritsins er um upplýsinguna. Meirihluti þáttarins er um upp'
lýsinguna á meginlandi Evrópu með áherslu á Frakklandi, enda lýkur
þættinum með fremur stuttri frásögn af frönsku stjórnarbyltingunni. í ís'
lenska hlutanum fær Magnús Stephensen konferensráð vemlega umfjöU'
un, en annarra íslenskra upplýsingarmanna er minna getið.
í formála segir að höfundar bókarinnar hafi „leitast við að skrifa sam-
fellda, röklega frásögn eða greiningu, sem er auðveldara að tileinka sér en
staðreyndahlaðið námsefni." Þessa yfirlýsingu má væntanlega skoða sem
aðalatriðum hefur heppnast bærilega að fara eftir þessari stefnu. Textinn er