Saga - 2003, Side 227
RITDÓMAR
225
víða vel saminn og ber meiri keim af umfjöllun en upptalningu, og verður
að vona að mörgum nemendum finnist hann læsilegur. Um þetta má nefna
sem dæmi undirkafla í miðaldahlutanum sem heitir Mannamunur, en þar
eru m.a. tekin fyrir kjör kvenna hérlendis áður fyrr (bls. 136-140). Einnig
tekst vel til þegar rætt er um listir og leiki Grikkja (bls. 50-54), skynsemi og
framfarir (bls. 330-333) og um upplýsta refsistefnu á íslandi (bls. 345-349).
Umrædd stefna ritsins þýðir reyndar að út undan verða ýmis svið sem
oft hefur verið fjallað um í íslenskum mannkynssögubókum, t.d. saga Asíu
eftir fomöld að mestu leyti, saga Rússlands næstum alveg, upphaf Banda-
ríkja Norður-Ameríku að mestu og svo mætti lengi telja. Má segja að stund-
urn séu tekin dæmi og þeim lýst allrækilega, sbr. áðurnefnda kafla um
franskt og pólskt ríkisvald og Magnús Stephensen, fremur en farið sé á
hundavaði yfir breitt svið. Erfitt er að færa rök gegn þessari aðferð, því að
engin leið er að greina ítarlega frá allri mannkynssögu mjög langs tímabils
1 einni bók. Samt má deila um hvort leggja eigi svo mikla áherslu sem hér
er að finna á sögu Fom-Grikkja, fslendinga á miðöldum og Frakka.
Höfundar Fornra tt'ma virðast taka talsvert tillit til nýlegra rannsókna
fræðimanna, og má sem dæmi nefna að leitað er til ævisögu Snorra á Húsa-
felli eftir Þómnni Valdimarsdóttur (frá 1989) um skólalíf í Skálholti á 18. öld
(bls. 266-270). Hér skal sérstaklega nefnt að Gunnar Karlsson fylgir stíft
skoðunum sínum og Helga Skúla Kjartanssonar um að mannfall í fyrri
plágunni 1402-1404 á íslandi hafi numið a.m.k. 50% (bls. 166-168). Jón
Ólafur ísberg hefur hins vegar nýlega (1996) talið að mannfall vegna pest-
arinnar hafi hér á landi verið svipað og víða annars staðar eða 25-45%, og
er hann þar með á líkri skoðun og ýmsir sem áður höfðu um þetta mál fjall-
að. Það verður að imdirstrika að hér er um að ræða mikla óvissu og veru-
(egan ágreining fræðimanna.
Bókin Fomir tímar er í heild vel úr garði gerð að flestu leyti. Frágangur
allur er góður, prentvillur mjög fáar og efnisvillur líka fáar, en þær em þó
ekki allar taldar hér að ofan. Myndir, töflur og kort hafa yfirleitt prentast
Qijög vel og ættu að nýtast nemendum samkvæmt því. Eitt sem hvarflar að
rnanni við lestur Fornra tírna er hvort nýta mætti í einhverjum mæli efnis-
þætti úr bókinni við kennslu söguáfangans SAG 303, sem er menningar-
söguáfangi. Má þá nefna, svo að vísað sé til námskrárinnar, gríska klassík, og
er átt við hluta úr áðumefndum fornaldarþætti, eða dansk-íslenska menningu
d dögum Kristjáns fjórða, og er þá átt við þátt bókarinnar um líf í sveitum og
horgum. Þetta gætu kennarar haft í huga þegar þeir ákveða hverju þeir ætla
að sleppa úr Fornum tímum við kennslu áfangans SAG 103.
Margir sögukennarar, m.a. undirritaður, hafa tvo síðustu vetuma kennt
1 áfanganum SAG 103 bókina íslands- og mannkynssögu NB I. Óhjákvæmi-
^ga hlýtur maður nú að bera Forna tíma saman við þá bók. Þær em talsvert
°líkar, enda þótt þær fjalli nánast um alveg sama tímabil. íslands- og mann-