Saga - 2003, Side 233
RITDÓMAR
231
til umfjöllunar í bókinni). Þá er vert að huga að því að goðsögnin um sam-
leiðina með Bandaríkjamönnum spratt upp í samhengi við og sem andsvar
við annarri goðsögn sem til skamms tíma var snar þáttur í þjóðemisvitund
margra íslendinga. Þetta er goðsögnin um að andstaðan við aðild Islands
að NATO og vem hersins sé framhald af og liður í sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga. Þannig hafa stjórnmálin kallað á ólíkar útgáfur af íslenskri þjóð-
ernisstefnu og það má reikna með að áhrifamáttur íslenskrar þjóðemis-
stefnu sé slíkur að framhald verði á því enn um sinn. A tyllidögum munu
íslendingar þó væntanlega halda áfram að rækta hina hefðbundnu og
„hlutlausu" útgáfu þjóðemisins og þá meðal annars með hjálp hins ópóli-
tíska Laxness.
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Illugi Jökulsson o.fl., ÍSLAND í ALDANNA RÁS 1900-1950,
1951-1975,1976-2000. SAGA LANDS OG ÞJÓÐAR ÁR FRÁ ÁRII-III.
JPV útgáfa. Reykjavík 2000-2002. 469, 352 og 504 bls. Efnisyfirlit,
myndaskrá, nafnaskrá og atriðisorðaskrá í hverju bindi fyrir sig. í lok
annars bindis era ítarlegar skrár um úrslit alþingiskosninga
1951-1974 og ríkisstjórnir 1950-1978. í lok þriðja bindis era skrár um
úrslit alþingiskosninga 1978-1999, ríkisstjórnir 1978-2000, ráðherra og
ríkisstjórnir 1904-2000, úrslit borgarstjórnarkosninga í Reykjavik
1930-1998, dómara í Hæstarétti 1919-2000, áfengisneyslu íslendinga
1901-2000, banaslys í umferðinni, bifreiðaeign landsmanna, fiskafla
eftir helstu tegundum, íbúafjölda, búsetuþróun o.fl.
Það liðlega þrettán hundrað blaðsíðna verk sem hér er til umfjöllunar er
margslungin blanda af hefðbundnum annál og yfirlitssögu nýliðinnar ald-
ar. Uppbyggingin er einföld að því leyti að hvert ár fær nokkrar síður, mis-
margar eftir efnum og ástæðum, síðan fylgir hópur greina um viðburði
þess árs en þó ekki í neinni tiltekinni efnis- né tímaröð, svo sem frá mánuði
til mánaðar. Við bláupphaf hvers árs er dagsettur annáll í stikkorðastfl um
einstaka viðburði en hending ein virðist ráða hvort þeim sömu viðburðum
er síðan fylgt eftir með sérstakri efnisgrein á komandi blaðsíðum. Það sem
rýfur þessa byggingu er að allvíða koma yfirlitsgreinar um afmörkuð efni
sem ná til lengri tíma, jafnvel fimmtán til fimmtíu ára hver. Efnissvið þess-
ara greina er fjölbreytt, svo sem tónlist, myndlist, efnahagsmál, atvinnu-
mál, stjórnmál og ýmis dægurmál. Brot bókanna er stórt og hverri síðu
skipt í fjóra dálka.