Saga - 2003, Blaðsíða 236
234
RITDÓMAR
í nefndri yfirlitsgrein um efnahagsmál er sagt að Þorlákur Guðmunds-
son hafi lagt fram fyrsta frumvarpið um greiðslu verkkaups í peningunr
árið 1893. Það er ekki alls kostar rétt en að tillögu Þorláks var kosin fimm
manna nefnd til þess að skoða verslunarmál landsins. Við umræður um til-
löguna benti Skúh Thoroddsen meðal annars á að taka þyrfti upp kaup-
greiðslur í peningum í stað vöruúttektar hjá vinnuveitandanum. Skúli var
einn nefndarmanna og það kom síðan í hans hlut að fylgja frumvarpi
nefndarinnar um þessa hluti úr hlaði. Um það mál skrifaði Jón Guðnason
prýðilega grein í Sögu 1985 en hún er ekki í þeirri heimildaskrá sem undir-
ritaður fékk í hendur frá forlaginu. Önnur villa í sömu grein er að þar seg-
ir að sala á lifandi sauðum til Bretlands hafi verið bönnuð árið 1899. Hið
rétta er að það gerðist þremur árum fyrr.
Enn skal nefna ónákvæmni þar sem segir í annál ársins 1904 að rafljos
hafi verið kveikt í fyrsta sinn á íslandi tólfta desember það ár (I, bls. 36). Hið
rétta er að Eyjólfur Þorkelsson, úrsmiður í Reykjavík, mun fyrstur hafa
kveikt á rafljósum í vinnustofu sinni árið 1889. Hann nýtti þar nýfengirm
orkugjafa, steinolíu, sem hann brenndi í steinolíuhreyfli er síðan var látinn
knýja rafal. Hitt er rétt að fyrsta „rafveitan" var tengd við vatnsvirkjun Jó-
hannesar Reykdals í Hamarkotslæk í Hafnarfirði árið 1904 og nutu sextán
hús ljósanna auk verkstæðis Jóhannesar. Þótt árið 1904 komi í þessu sam-
hengi rétt fram í flæðandi texta bókarinnar kemur það samt ekki í veg fyr'
ir að rafstöð Jóhannesar sé ranglega ársett 1902 (sjá töflu á bls. 41). Þessi til-
greindu dæmi eiga aðeins við nokkurra síðna umfjöllim um árið 1904 en
mörg önnur ónefnd eru um ónákvæmni af líku tagi.
Lengra skal ekki haldið á þessari braut, heldur litið til síðasta bindis
sem tekur til áranna 1976-2000. Þegar bókinni er flett verða á vegi lesand-
ans ýmsar greinar sem taka til lengri eða skemmri tíma. Nefna má margar
greinar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, grein um dægurtónlist
1975- 2000 (bls. 86-88), greinar um kvótakerfið í sjávarútvegi (bls. 148-150
og 407), skák (bls. 152-153), garða og trjárækt á 20. öld (bls. 168-169), ís-
lenska djasssögu (bls. 170-171), skólamál 1951-2000 (bls. 172-173), leikhús-
líf (bls. 206-207), byggingarlist 1976-2000 (bls. 220-221), bókmenntir
1976- 2000 (bls. 234-235), tölvubyltinguna (bls. 236-237), myndlist
1975-2000 (bls. 256-257), lifandi myndir (bls. 268-270) og matargerð á 20.
öld (bls. 394-395). Mikill galli er að sérstakt efnisyfirht skuh ekki vera fyrir
þessar greinar sem trúlega geta komið grunn- og/eða framhaldsskólanem-
um að gagni við verkefnagerð, þ.e. ef þeir finna þær.
Af sjálfu leiðir að sagan er sögð í það miklum fljótheitum og í svo stutt-
um greinum að í sumum tilvikum er hæpið að þær veiti lesandanurn
nokkrar nýtilegar upplýsingar því að misjafnt er hversu vel þær eru unnar
og skrifaðar. Það má sjálfsagt skrifa bæði á einstaka höfunda og ritstjórann
sjálfan. Sums staðar halda höfundar sér og sínum skoðunum til hlés, ann-